Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 16. september 2018 16:53
Sverrir Örn Einarsson
Óli Stefán: Algjörlega grafnir niður á hælanna
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Fjölnismenn komu mér alls ekki á óvart. Við vorum alveg búnir að leggja það upp að þeir myndu mæta dýrvitlausir enda þurfa þeir á öllum stigum að halda. En það sem kom mér á óvart var hvernig við mættum til leiks. Lungan úr fyrri hálfleik vorum við algjörlega grafnir niður á hælanna og engann veginn tilbúnir að taka á móti þeim.“

Sagði Óli Stefán Flóventsson aðspurður hvort Fjölnismenn hafi komið þeim á óvart í upphafi leiks.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  1 Fjölnir

Eins og alkunna er tilkynnti Grindavík fyrir skemmstu að Óli Stefán muni hætta með liðið. Telur Óli Stefán að sú umræða sem skapaðist í kringum það hafi haft áhrif á hugarfar sinna leikmanna?

„Ég á ekki von á því. Það truflaði mig ekki og æfingavikan var mjög góð og fersk og ég á nú ekki von á því að það hafi eitthvað með þetta að gera. Enda þegar öllu er á botnin hvolft þá snýst þetta um að fara út að spila fótbolta. Það er það sem við viljum allir gera og þeir eru í þessu til að spila fótbolta og þegar þú kemur út á grasið eru ytri aðstæður ekki eitthvað sem þú átt að vera velta fyrir þér.“

Grindavík getur ekki gert betur en í fyrra eftir úrslit dagsins og þar með er markmið um að bæta besta árangur Grindavíkur í efstu deild úr sögunni. Er fókusinn á að vinna síðustu leikina?

„Já eða bara fókusa á frammistöðu. Fyrri hálfleikarnir hjá okkur núna í þessari sveiflu þar sem við höfum ekki náð í úrslit hafa verið ekki verið góðir og það er eitthvað sem ég þarf að skoða aðeins betur.“

Sagðir Óli Stefán en viðtalið við hann má sjá hér í spilarnum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner