Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. júní 2019 10:57
Arnar Daði Arnarsson
Þjóðhetjan gengur í raðir Esbjerg (Staðfest)
Pyry Soiri.
Pyry Soiri.
Mynd: Twitter
Þjóðhetjan, Pyry Soiri hefur gengið til liðs við Esbjerg í Danmörku frá austurríska félaginu, Admira Wacker.

Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finnlands gegn Króatíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Á sama tíma sigraði íslenska landsliðið, Tyrki í Eskishir og komst þar með á topp riðilsins.

Það skilaði Íslandi síðan inn á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Soiri lék 12 leiki með Admira Wacker og skoraði þar tvö mörk en hann er fæddur árið 1994.

Danska úrvalsdeildin er í sumarfríi en nýtt tímabil hefst um miðjan júlí. Þá verður Pyry Soiri vonandi í eldínunni hjá Esbjerg.

Sjá einnig:
Hver er þessi Pyry Soiri?
Forseti Íslands þakkar hinum „frábæra" Pyry Soiri
Búið að stofna íslenskan aðdáendahóp Pyry Soiri
Pyry Soiri: Thank you Mr. President!
Pyry sendir Íslendingum kveðju: Ég gerði mitt, nú er komið að ykkur
Móðir Pyry Soiri á Íslandi: Hvar get ég talað um fótbolta?
Móðir Pyry Soiri vill ólm skála með Íslendingum í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner