Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. nóvember 2017 12:40
Elvar Geir Magnússon
Móðir Pyry Soiri vill ólm skála með Íslendingum í kvöld
Ætlar að mæta á Ölver
Pyry Soiri.
Pyry Soiri.
Mynd: Twitter
Eins og greint var frá í gær er móðir finnska landsliðsmannsins Pyry Soiri stödd hér á Íslandi. Í frétt RÚV er sagt frá því að hún hafi heimsótt Laugardalsvöll.

Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi þegar mark hans tryggði Finnum jafntefli gegn Króatíu. Á sama tíma vann Ísland sigur gegn Tyrklandi ytra og komast á topp riðilsins í undankeppni HM.

Móðir hans er stödd hér á vegum Norrænu Afríkustofnunarinnar þar sem hún starfar. Stofnunin stendur að viðburði á morgun í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og Háskóla Íslands.

Pyry sjálfur er í Hvíta-Rússlandi þar sem hann spilar með Shakhtyor Soligorsk en móðir hans sagði við RÚV að hann stefndi á að heimsækja Ísland þegar hann hefði tíma.

Móðirin ætlar að kíkja á Ölver í kvöld og hitta íslenska fótboltaáhugamenn.

„Mamma Soiri er á landinu og vill ólm skála með stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á fimmtudagskvöldið (af augljósum ástæðum) Mætum öll og sýnum henni úr hverju við erum gerð!" segir í umsögn á viðburði sem stofnaður var í aðdáendahóp Pyry Soiri á Facebook.

Miðað við viðburðinn ætlar mamman að mæta á Ölver klukkan 20.

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner