Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 07. október 2017 10:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Búið að stofna íslenskan aðdáendahóp Pyry Soiri
Nýjasta þjóðhetja Íslands
Nýjasta þjóðhetja Íslands
Mynd: Twitter
Líkt og alþjóð veit er Finninn Pyry Soiri nánast orðinn að þjóðhetju hér á Íslandi.

Soiri hjálpaði okkur Íslendingum að taka risastórt skref í átt að heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar með því að skora jöfnunarmark Finna gegn Króatíu í Zagreb í gærkvöldi.

Jafntefli Króata og Finna þýðir að Ísland situr á toppi riðilsins og eru með örlögin í sínum eigin höndum.

Sigur gegn Kósóvó á mánudag tryggir Íslendingum beint sæti á HM.

Búið er að stofna aðdáendahóp Pyry Soiri á Facebook.

Síðan var stofnuð í gærkvöldi og hafa hvorki meira né minna en 1816 manns gengið í klúbbinn þegar þessi frétt er skrifuð!

Aðdáendahópinn má finna hér.

Sjá einnig: Hver er þessi Pyry Soiri?
Athugasemdir
banner
banner
banner