Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
   fös 27. september 2024 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron fyrir leikinn gegn Fjölni á dögunum.
Aron fyrir leikinn gegn Fjölni á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að fá tækifæri til að koma hingað aftur og hefna fyrir það," sagði Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, í samtali við Fótbolta.net fyrir leikinn gegn Keflavík í úrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.

Á morgun fer fram 50 milljón króna leikurinn á Laugardalsvelli þegar Afturelding og Keflavík berjast um sæti í Bestu deildinni; einn leikur sem sker úr um það hvort liðið fer upp.

Annað árið í röð er Afturelding að taka þátt í þessum leik en liðið tapaði gegn Vestra í fyrra.

„Maður var smá brotinn í fyrra og það var aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn. Svo fattaði maður að það væri annar góður séns í haust og það kom í ljós núna. Það kemur alltaf nýtt tímabil og við hefðum kannski átt að vera fljótari að jafna okkur," segir Aron.

Aftureldingu var spáð mjög góðu gengi fyrir mót en liðið var lengi í gang og var í neðri hlutanum fyrri hluta móts. Svo fóru hlutirnir að ganga betur.

„Það virðist vera þannig í Lengjudeildinni að liðið sem er með pressuna á sér, bæði í spánni fyrir mót og ef þú byrjar mótið vel, þau höndla það ekki. Það er þannig í Lengjudeildinni að liðin eru svipað góð. Það er eins og menn mótíveri sig meira þegar verið er að keppa gegn liðum sem eiga að vera góð. Það er kannski skrítið en það virðist virka þannig í þessari deild," segir Aron.

Við getum gert bæði
Afturelding gerði vel í undanúrslitum umspilsins gegn Fjölni, unnu 3-1 í fyrri leiknum og lokuðu vel í þeim seinni.

„Við buðum upp á Aftureldingarsýningu í fyrri leiknum enda á heimavelli og með allt að sækja þar sem við vissum af seinni leiknum. Þegar við vorum komnir í góða stöðu ákváðum við að bíða og sjá hvað Fjölnir vildi gera. Við lokuðum vel á þá," segir Aron.

„Ég er sókndjarfur varnarmaður oftast en þetta var óvenju gaman. Við vorum að bíða eftir því að þeir myndu brjóta okkur niður og þetta var svona smá Everton bolti, Sean Dyche bolti einhver. Maður hefur gaman að því líka. Við getum gert bæði."

Aron er spenntur fyrir því að takast á við Keflavík í úrslitaleiknum á morgun.

„Við töpuðum báðum leikjunum á móti þeim í sumar frekar illa. Það var mikið af slæmum augnablikum í þeim leikjum og ég held að það sé ágætt bara; við komum inn í leikinn og eigum allt að sýna, að við getum unnið þetta lið. Það er gott hugarfar til að koma með inn í leikinn," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner