Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 29. september 2020 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Gerðum okkur þetta erfitt fyrir
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík situr sem fastast á toppi Lengjudeildarinnar en liðið lagði ÍBV á Nettóvellinum í dag. Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks en áður en flautað var til hálfleiks hafði Joey Gibbs brennt af víti sem Eyjamenn nýttu sér vel, brunuðu upp í sókn og Jöfnuðu. Keflavík mætti þó ákveðið til leiks í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með mörkum frá Ara Steini Guðmundssyni og Frans Elvarssyni úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir, klúðruðum víti og þeir skora á sömu mínútunni. En mér fannst við spila mjög vel í seinni hálfleiknum og löguðum ýmsa hluti, gerðum breytingar og liðið setti sig í gang almennilega.“
Sagði Siggi Raggi um leik Keflavíkur liðsins sem var nokkuð kaflaskiptur í dag.

Keflavík missir tvo menn í leikbann fyrir næsta leik sem er gegn Leikni F. á Nettóvellinum næstkomandi laugardag.

„Við erum með sterkan hóp og í dag vantaði okkur Adam Róberts og Kian Williams en menn stigu upp í staðinn. Helgi Þór fékk tækifærið og fiskaði tvö víti og kom inn með mikla vinnslu í liðið. Það kemur bara maður í manns stað og þó við missum tvo góða menn eru næstu tveir tilbúnir í næsta leik.“

Vallaraðstæður hafa verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir mikla vætutíð. Ekki var þó að sjá á Nettóvellinum að veðráttan hafi haft mikil áhrif á hann en hann leit mjög vel út og er til marks um góða vallarumhirðu vallarstjóra Keflavíkur.

„Frábær völlur og Sævar vallarstjóri er búinn að hugsa hrikalega vel um hann við líka reynum að stíga hann líka niður. Við æfum hérna og þetta er langflottasti völlurinn í deildinni og þótt víðar væri leitað.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan,
Athugasemdir
banner