Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 09. febrúar 2018 23:43
Magnús Már Einarsson
Liam Miller látinn
Miller í leik með Manchester United.
Miller í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Liam Miller, fyrrum miðjumaður Manchester United, lést í dag 36 ára að aldri.

Miller lét lífið eftir baráttu við krabbamein en hann greindist með veikindin í fyrra.

Miller gekk í raðir Manchester United árið 2004 eftir að hafa áður verið á mála hjá Celtic.

Hann lék 22 leiki undir stjórn Sir Alex Ferguson í liði sem innihélt leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, Ruud van Nistelrooy og Paul Scholes.

Á ferlinum lék Miller 21 landsleik með írska landsliðinu en þeir leikir voru á árunum 2004 til 2009.

Miller fór til Sunderland árið 2006 en hann lék einnig með Leeds, QPR, Hibernian og félögum í Ástralíu svo eitthvað sé nefnt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner