Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Allt þarf að ganga upp svo England fái fimmta Meistaradeildarsætið
Aston Villa komst áfram.
Aston Villa komst áfram.
Mynd: EPA
Þetta var ekki góð vika fyrir ensku félagsliðin í Evrópukeppnum og nú er afar ólíklegt að enska úrvalsdeildin fái inn fimmta Meistaradeildarsætið.

Þrátt fyrir að hafa fallið úr Evrópudeildinni í gær þá söfnuðu Liverpool og West Ham stigum með úrslitunum úr seinni leikjunum.

Aston Villa safnaði einnig stigum með því að vinna Lille í vítakeppni í Sambandsdeildinni og koma sér í undanúrslitin.

England er því með 17.375 stig á UEFA listanum en Þýskaland er með 17.928.

Til að England fái fimmta sætið en ekki Þýskaland þá þurfa þýsku liðin þrjú sem komust í undanúrslit að tapa báðum leikjum sínum og falla úr leik á meðan Aston Villa þarf að vinna báða undanúrslitaleikina og svo úrslitaleikinn.

Ítalía hefur tryggt sér fimmta Meistaradeildarsætið og baráttan er nú milli Þýskalands og Englands um að fá líka aukasæti.
Athugasemdir
banner
banner