Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 28. júní 2016 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 7. umferð: Íslensk félög betur skipulögð en króatísk
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Sindri skoraði fimm gegn Njarðvík.
Sindri skoraði fimm gegn Njarðvík.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
„Við stóðum okkur vel gegn Njarðvík," sagði Duje Klaric, leikmaður Sindra, við Fótbolta.net.

Duje er leikmaður 7. umferðar í 2. deild karla en hann var frábær í 5-0 sigri Sindra á njarðvík.

„Við vorum heppnir því markvörðurinn þeirra fékk rautt spjald og við skoruðum snemma. Mér fannst þetta samt vera besti leikur okkar á tímabilinu."

Sindri hefur einungis tapað einum leik í sumar og Duje telur að liðið geti farið upp um deild.

„Ég tel að við getum farið aftur upp. Það er aðalástæða þess að ég fór í Sindra. Við höfum verið óheppnir í síðustu leikjum og tapað stigum en ef við höldum svona áfram þá eigum við góða mögueika á að fara upp."

Duje kom til Sindra í fyrra eftir að hafa áður spilað í heimalandi sínu Króatíu.

„Íslenskur fótbolti er að verða betri á hverju ári. Það er erfiðara að spila í Króatíu því að það eru fleiri lið þar. Félögin Íslandi eru hins vegar skipulagðari en félögin í Króatíu."

„Lífið á Íslandi er allt í lagi. Ég bý á Höfn og það er ekki mikið að gera, við erum frekar langt frá Reykjavík. Ég kann vel við fólkið á Íslandi, það er vingjarnlegt," sagði Duje.

Sjá einnig:
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner