Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 18. júlí 2016 17:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Get ekki séð lið stinga af
Leikmaður 11. umferðar: Björn Anton Guðmundsson - ÍR
Varnarmaðurinn Björn Anton Guðmundsson.
Varnarmaðurinn Björn Anton Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að skora mark og það er ekkert verra ef þau hafa einhverja þýðingu og geta hjálpað liðinu að vinna leiki," segir Björn Anton Guðmundsson, varnarmaður ÍR. Björn skoraði fyrra mark ÍR-inga í 2-0 útisigri í toppslag gegn Aftureldingu í síðustu viku.

Björn er leikmaður 11. umferðar 2. deildar fyrir sína frammistöðu.

„Afturelding byrjaði betur í leiknum og náði að setja ágæta pressu á okkur í fyrri hálfleik en eftir að við skoruðum fyrsta markið jafnaðist leikurinn. Í seinni hálfleik vorum við svo þéttir og kláruðum leikinn með seinna markinu, þó svo að Afturelding hafi heilt yfir verið meira með boltann í leiknum."

ÍR-ingum hefur mistekist undanfarin ár að komast upp úr 2. deildinni en eru í góðri stöðu á toppnum þegar mótið er hálfnað. Þeir eru í toppsætinu, fimm stigum fyrir ofan þriðja sætið. Hver er munurinn á ÍR í ár og í fyrra?

„Stærsti munurinn er að hópurinn er stærri og jafnari heldur en hann var í fyrra. Það er mikil samkeppni um allar stöður í liðinu og menn þurfa því að standa sig ef þeir vilja komast í liðið. Einnig eru allir orðnir árinu eldri og komnir með meiri reynslu, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða Eyjó liðsstjóri," segir Björn Anton sem býst við spennandi keppni í deildinni.

„Ég get ekki séð að það verði einhver lið sem stingi af í deildinni og held að hún verði nokkuð jöfn alveg til loka. Eins og þetta lítur út í dag eru 5-6 lið sem eiga raunhæfan möguleika á því að komast upp ásamt því að deildin í ár virðist vera jafnari heldur en í fyrra og fleiri góð lið í deildinni."

ÍR er með 25 stig en á fimmtudaginn heimsækir liðið Gróttu sem er í öðru sæti með 22 stig.

„Mér líst mjög vel á leikinn gegn Gróttu sem verður hörkuleikur tveggja góðra liða. Við skuldum sjálfum okkur góðan leik á móti þeim eftir að hafa tapað í fyrsta leik á heimavelli gegn þeim og ætlum okkur því sigur á fimmtudaginn," segir Björn Anton Guðmundsson.

Sjá einnig:
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner