Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 09. september 2016 21:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Ætlum að vinna síðustu þrjá leikina
Leikmaður 19. umferðar
Kristinn fagnar með liðsfélögunum.
Kristinn fagnar með liðsfélögunum.
Mynd: Sindri
Mynd: Sindri
Kristinn Justiniano Snjólfsson skoraði tvívegis fyrir Sindra sem vann 3-1 sigur gegn Vestra í 2. deildinni. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar í 19. umferð deildarinnar.

„Það voru erfiðar aðstæður, hífandi rok og rigning. Bæði lið hins vegar buðu upp á skemmtilega fótbolta með fullt af færum. Við nýttum flest okkar færi vel og erum ánægðir með þrjú góð stig," segir Kristinn.

Sindramenn sigla lygnan sjó í deildinni, sitja í sjötta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Er Kristinn ánægður með tímabilið hjá Sindra?

„Já og nei. Við höfum spilað marga leiki mjög vel en engu að síður tapað leikjum þar sem við vorum með leikinn algjörlega í okkar höndum. Hópurinn er samansettur af mörgum ungum og efnilegum leikmönnum sem eiga eftir að læra heilmikið af þessu sumri."

Hvert er markmið Sindra fyrir lokaumferðirnar?

„Eins og ég sagði áðan þá erum við búnir að vera að spila vel og við ætlum að halda því áfram. Við ætlum okkur að ganga sáttir frá þessu sumri og vinna næstu þrjá leiki"

Hvað þarf að gerast svo Sindri geti mögulega blandað sér í baráttu um að fara upp næsta sumar?

„Fyrst og fremst meiri stöðugleika og meiri breidd. Ef þetta tvennt væri til staðar þá er engin spurning um að liðið myndi blanda sér í toppbaráttuna," segir Kristinn en við báðum hann að lokum að setja sig í spámannsstellingar.

Nú er mikil spenna um hvort Afturelding eða Grótta fylgi ÍR upp í Inkasso-deildina, hvoru liðinu spáir hann upp? „Mjög erfitt að segja en ég held að Afturelding landi þessu 1. deildar sæti," segir Kristinn að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 18. umferð - Sólon Breki Leifsson (Vestri)
Bestur í 17. umferð - Jonathan Hood (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Daði Ólafsson (ÍR)
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner