Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 05. febrúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Clattenburg ósammála Poll: Hvorugt átti að vera víti
Mynd: Getty Images
Mark Clattenburg og Graham Poll hafa verið bestu dómarar Englands undanfarna áratugi og eru báðir búnir að tjá sig um afar snúin mál eftir 2-2 jafntefli Liverpool og Tottenham á Anfield.

Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á síðustu tíu mínútum leiksins og var Jurgen Klopp snælduvitlaus út í dómarateymið.

Graham Poll kom dómurunum til varnar í pistli sínum á Daily Mail og útskýrði þar hvers vegna báðar vítaspyrnurnar voru dæmdar.

Clattenburg er ósammála Poll og lítur bæði atvikin öðrum augum en kollegi sinn fyrrverandi.

„Í fyrra markinu er þetta spurning um hvort Dejan Lovren hafi snert boltann viljandi eða ekki. Harry Kane var í rangstöðu, hafði það áhrif á ákvarðanatöku Lovren?" er haft eftir Clattenburg í tímaritinu Times.

„Spurningin er ekki hvort Lovren hafi snert boltann, heldur hvort hann hafi gert það viljandi. Lovren hefði líklega ekki gert þessi mistök hefði Kane ekki verið fyrir aftan hann í rangstöðu. Kane hafði því áhrif á varnarmanninn og hefði réttilega átt að vera dæmdur rangstæður."

Í seinni vítaspyrnudómnum segist Clattenburg vera sammála því að VIrgil van Dijk hafi gerst brotlegur, en vítaspyrnan hafi aldrei átt að vera dæmd því Erik Lamela sem brotið var á var í rangstöðu.

„Fernando Llorente snertir boltann og kemur honum á Erik Lamela, sem er rangstæður. Það átti aldrei að dæma vítaspyrnu því Lamela var með annan fótinn í rangstöðu þegar Llorente skallaði boltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner