Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
föstudagur 3. maí
Úrvalsdeildin
Luton - Everton - 19:00
Bundesligan
Hoffenheim - RB Leipzig - 18:30
Bundesliga - Women
Wolfsburg 2 - 0 Koln W
Serie A
Torino - Bologna - 18:45
La Liga
Getafe - Athletic - 19:00
lau 20.apr 2024 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þór/KA muni enda í þriðja sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Þór/KA átti fínt tímabil í fyrra og sérfræðingarnir spá því að þær muni byggja ofan á það.

Þór/KA fagnar marki á síðasta tímabili.
Þór/KA fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María endursamdi og það voru risastórar fréttir fyrir félagið.
Sandra María endursamdi og það voru risastórar fréttir fyrir félagið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Ósk er öflugur kantmaður.
Hulda Ósk er öflugur kantmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Árnadóttir getur leyst margar stöður.
Margrét Árnadóttir getur leyst margar stöður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bríet Fjóla Bjarnadóttir er gríðarlega efnileg.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir er gríðarlega efnileg.
Mynd/Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Nýju erlendu leikmennirnir ættu að geta hjálpað liðinu mikið.
Nýju erlendu leikmennirnir ættu að geta hjálpað liðinu mikið.
Mynd/Þór/KA
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er efnilegur miðjumaður.
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er efnilegur miðjumaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Þór/KA í sumar?
Hvað gerir Þór/KA í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Þór/KA, 69 stig
4. FH, 64 stig
5. Stjarnan, 62 stig
6. Þróttur R., 60 stig
7. Víkingur R., 45 stig
8. Tindastóll, 25 stig
9. Fylkir, 22 stig
10. Keflavík, 14 stig

Um liðið: Þór/KA tók ákveðin skref fram á við í Bestu deildinni í fyrra, kom sér í efri hlutann og endaði að lokum í fimmta sæti deildarinnar. Ungar stelpur sem höfðu fengið tækifæri með liðinu á undanförnum árum tóku enn stærra hlutverk og stóðu sig vel. Efniviðurinn er klárlega til staðar til að gera spennandi hluti á Akureyri í sumar og er líklega ekkert lið að fara í auðveldan leik gegn Þór/KA í sumar.

Þjálfarinn: Jóhann Kristinn Gunnarsson sneri aftur til félagsins fyrir síðasta sumar og það heyrist hátt úr herbúðum Þór/KA að það er mikil ánægja með hans störf. Hann stýrði karlaliði Völsungs í mörg ár áður en hann tók svo aftur við Þór/KA fyrir síðustu leiktíð. Jóhann Kristinn þekkir vel til hjá Þór/KA, en hann tók fyrst við liðinu árið 2011 og gerði liðið að Íslandsmeistara ári síðar. Þá kom hann liðinu í úrslit bikarsins árið 2013. Það er mikill fengur fyrir Þór/KA að hafa fengið Jóhann Kristin aftur.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Lilja Dögg, sem er fyrrum leikmaður KR, Vals og fleiri félaga fer yfir það helsta hjá Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Styrkleikar: Eftir nokkur ár í smá lægð þá minnti liðið aðeins aftur á sig í fyrra. Það var eins og leikmenn væru að öðlast aðeins meiri trú á verkefninu aftur og mér finnst ekki ólíklegt að það hafi haft mikið að gera með endurkomu Jóhanns Kristins Gunnarssonar. Þjálfarinn, sem gerði liðið í fyrsta skipti að Íslandsmeisturum fyrir 12 árum síðan, hefur náð að kveikja í þeim neistann aftur og þær eru að bæta sig jafnt og þétt þegar kemur að taktíska þættinum. Þær eru vel skipulagðar sem lið og frábærar í að sækja hratt. Liðið er líka mestmegnis skipað heimastelpum sem hafa spilað lengi saman.

Veikleikar: Þrátt fyrir að vera vel skipulagðar sem lið og taktískt vel þjálfaðar þá finnst mér stundum vanta uppá einbeitingu og ábyrgð varnarlega einstaklingslega séð. Þetta finnst mér aðallega eiga við í og í kringum teiginn og mögulega vantar einhvern einn meira afgerandi stjórnanda til baka. Óstöðugleiki var vandamál á síðasta tímabili og liðið verður að bæta úr því ef það ætlar að eiga raunverulega möguleika á að skáka þessum efstu tveimur liðum í sumar.

Lykilmenn: Það myndu öll lið í deildinni vilja hafa Söndru Maríu Jessen í sínu liði og hún gat í raun valið sér hvaða lið sem er eftir síðasta tímabil. En þessi reynslumesti leikmaður liðsins ákvað að semja aftur við sitt uppeldisfélag sem var gríðarlega mikilvægt fyrir félagið. Hún verður algjör lykilmaður í sínu liði, leikmaður sem getur breytt leikjum upp á sitt einsdæmi. Margrét Árnadóttir er leikmaður sem getur leyst fleiri en eina stöðu og færir liðinu mikil gæði inn á miðsvæðið. Ég held að hún, Sandra María og Hulda Ósk Jónsdóttir geti myndað mjög sterkt þríeyki sóknarlega. Hulda er leikmaður sem mér finnst einhvern veginn bæta sig með hverju árinu sem líður og þær Sandra María sýndu það í fyrra að þær tengja vel við hvora aðra inn á vellinum. Þær eiga eftir að valda usla hjá varnarmönnum í sumar.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Það eru nokkrar ungar og mjög spennandi stelpur að koma upp fyrir norðan en ég held að enginn lái mér að nefna hér Bríeti Fjólu Bjarnadóttur, sem fékk eldskírn sína í efstu deild í fyrra, þá aðeins þrettán ára gömul. Virkilega spennandi leikmaður þar á ferð með skemmtilegar hreyfingar sem verður gaman að fylgjast með, ekki bara í sumar, heldur bara á næstu árum. Hún mun pottþétt fá einhverjar mínútur í sumar og ég hlakka til að fá að fylgjast með.

Komnar:
Gabriella Raj Batmani frá Ísrael
Lidija Kulis frá Króatíu
Lara Ivanusa frá Króatíu
Shelby Money frá Bandaríkjunum
Bryndís Eiríksdóttir frá Val (á láni)

Farnar:
Jakobína Hjörvarsdóttir í Breiðablik
Melissa Lowder til Bandaríkjanna
Saga Líf Sigurðardóttir í Aftureldingu
Dominique Jaylin Randle
Tahnai Lauren Annis



Dómur Lilju fyrir gluggann: Það verða í raun útlendingaskipti þar sem þær missa þrjár en fá þrjár í staðinn. Mögulega kemur maður í manns stað þar, en mestur var kannski missirinn af Tahnai Annis. Það er vont að missa Jakobínu en þær fengu Bryndísi Eiríksdóttur á láni nú rétt fyrir mót. Missa fáar og fá fáar, segjum að þetta sé bara á pari, engin flugeldasýning en góð 5.

Fyrstu fimm leikir Þórs/KA:
21. apríl, Valur - Þór/KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
27. apríl, FH - Þór/KA (Kaplakrikavöllur)
2. maí, Þór/KA - Þróttur R. (VÍS völlurinn)
9. maí, Víkingur R. - Þór/KA (Víkingsvöllur)
14. maí, Þór/KA - Keflavík (VÍS völlurinn)

Í besta og versta falli: Ef liðið nær meiri stöðugleika og klárar leikina á móti liðunum sem við gerum ráð fyrir að verði í neðri hlutanum þá ættu þær að geta gert atlögu að efstu tveimur. En ef það gengur ekki upp hjá þeim þá verða þær á svipuðum stað og í fyrra, en þó alltaf í efri hlutanum held ég.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.
Athugasemdir
banner
banner