Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 19.apr 2024 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan muni enda í fimmta sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir síðustu leiktíð en liðinu er núna spáð í fimmta sæti.

Stjarnan fagnar marki á síðasta tímabili.
Stjarnan fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Anna María Baldursdóttir.
Fyrirliðinn Anna María Baldursdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir er mikilvæg fyrir liðið.
Andrea Mist Pálsdóttir er mikilvæg fyrir liðið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund Arnarsdóttir spilar núna í heilt tímabil með Stjörnunni.
Hulda Hrund Arnarsdóttir spilar núna í heilt tímabil með Stjörnunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyrún Embla Hjartardóttir er efnileg.
Eyrún Embla Hjartardóttir er efnileg.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Henríetta Ágústsdóttir kom frá HK.
Henríetta Ágústsdóttir kom frá HK.
Mynd/Stjarnan
Caitlin Cosme.
Caitlin Cosme.
Mynd/Stjarnan
Gunnhildur Yrsa á von á barni.
Gunnhildur Yrsa á von á barni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Stjarnan í sumar?
Hvað gerir Stjarnan í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Stjarnan, 62 stig
6. Þróttur R., 60 stig
7. Víkingur R., 45 stig
8. Tindastóll, 25 stig
9. Fylkir, 22 stig
10. Keflavík, 14 stig

Um liðið: Eins og áður kemur fram þá var Stjörnunni spáð efsta sæti fyrir síðustu leiktíð en liðið endaði að lokum í fjórða sæti. Stjörnuliðið var lengi að finna taktinn eftir frábært undirbúningstímabilið og sumarið var ekki sérlega jákvætt. Í vetur hafa orðið miklar breytingar á liðinu og trú sérfræðinga er ekki eins mikil á þeim bláu úr Garðabænum. Eiga þær eftir að afsanna spánna?

Þjálfarinn: Kristján Guðmundsson heldur áfram utan um stjórnartaumana í Garðabænum. Hann hefur sannað það margoft að hann er frábær þjálfari. Hann er með mikla reynslu og hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli. Hann gerði karlalið Keflavíkur að bikarmeisturum 2006 og varð færeyskur meistari með HB árið 2010. Hann tók við Stjörnunni eftir tímabilið 2018 og hefur verið að byggja upp liðið. Síðasta sumar var vonbrigði en hann fékk nýjan samning hjá Stjörnunni til 2025 og mun halda áfram með verkefnið.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Lilja Dögg, sem er fyrrum leikmaður Vals, KR og fleiri félaga fer yfir það helsta hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Styrkleikar: Liðið hefur spilað þéttan og agaðan varnarleik undanfarin ár og ég geri ekki ráð fyrir að það verði nokkur breyting þar á. Það hafa vissulega orðið einhverjar breytingar á varnarlínunni sjálfri þar sem sterkir leikmenn, Sædís Rún og Málfríður Erna, eru horfnir á braut en liðið á bæði unga, efnilega leikmenn og hefur styrkt sig með varnarmönnum svo Kristján hefur sennilega ekki teljandi áhyggjur af því. Kristján er líka reyndur þjálfari og hefur eflaust gaman að áskoruninni sem hann stendur frammi fyrir núna, að móta liðið upp á nýtt eftir brotthvarf nokkurra stórra pósta síðustu tímabil. En heilt yfir er liðið skipulagt og er vel samsett af eldri, reyndari leikmönnum í bland við unga og efnilega leikmenn.

Veikleikar: Sóknarleikur liðsins var hausverkur á síðasta tímabili og ég á erfitt með að sjá að það sé komin einhver lausn á því á þessu undirbúningstímabili. Liðið hefur misst nokkra leikmenn sem hafa verið mikilvægir sóknarlega eins og Jasmín Erlu, Sædísi Rún, Betsy Hassett, sem er ólétt, Heiðu Ragneyju og þá eru nýjustu fréttirnar þær að Gunnhildur Yrsa verði ekki með á tímabilinu þar sem hún er ólétt. Þá er mikill missir af spyrnum Sædísar Rúnar í föstum leikatriðum. Mér hefur oft þótt liðið frekar þunglamalegt í sínum sóknartilburðum og 'transition' hjá þeim vera frekar hægt. Þetta hefur komið niður á markaskoruninni og það er ákveðið vandamál að markahæstu leikmenn síðasta tímabils voru miðjumenn. Hulda Hrund Arnarsdóttir nær vissulega heilu tímabili með liðinu núna eftir að hafa komið til liðsins á miðju síðasta tímabili. Hún hefur getu til að verða leiðandi markaskorari fyrir liðið og vonandi gengur það eftir.

Lykilmenn: Það er nú varla hægt að tala um Stjörnuna án þess að minnast á Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, í sömu setningu, svo samtvinnað er þetta tvennt. Ákaflega reynslumikill, traustur og yfirvegaður leikmaður og hefur alla þá eiginleika sem góðum leiðtoga sæmir. Ef allt gengur að óskum verður hún næsti leikmaður deildarinnar sem fer yfir 200 leikja múrinn og kemst þá í hóp um það bil 20 leikmanna sem hafa náð þeim árangri. Andrea Mist Pálsdóttir er einnig gríðarlega reynslumikill leikmaður sem verður gríðarlega mikilvægur hlekkur inná miðsvæðinu. Það er búið að vera svolítið flakk á henni undanfarin ár en hún er nú að koma inn í sitt annað tímabil með Stjörnunni og hún fellur vel inní liðið. Hún hefur líka sýnt að það eru mörk í henni og hún verður að nýta færin sín vel í sumar. Hulda Hrund Arnarsdóttir er kraftmikill, hraður og ákveðinn sóknarmaður sem er óhrædd við að taka menn á. Það mun mæða mikið á henni í framlínu liðsins og ég geri ráð fyrir að hún muni þurfa að draga vagninn sóknarlega og í markaskorun.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Eyrún Embla Hjartardóttir er svo sem enginn nýgræðingur í efstu deild þar sem hún er að nálgast 30 leiki sem dreifast yfir síðustu 3 tímabil. En þeim hefur farið fjölgandi ár frá ári síðan hún kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið 2021 og á sama tíma hefur hún spilað fjöldann allan af leikjum fyrir yngri landsliðin okkar. Með brotthvarfi leikmanna úr varnarlínu Stjörnunnar er alveg möguleiki á að Eyrún fái stærra hlutverk en áður. Hún gæti því orðið næsti Snæfellingurinn sem fær að blómstra í liði Stjörnunnar eftir að Sædís Rún hélt í atvinnumennsku.

Komnar:
Caitlin Cosme frá Bandaríkjunum
Hannah Sharts frá Finnlandi
Esther Rós Arnarsdóttir frá FH
Henríetta Ágústdóttir frá HK
Heiðdís Emma Sigurðardóttir frá Gindavík (var á láni)
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir frá Fram (var á láni)

Farnar
Heiða Ragney Viðarsdóttir í Breiðablik
Jasmín Erla Ingadóttir í Val
Málfríður Erna Sigurðardóttir í Val
Sædís Rún Heiðarsdóttir til Noregs
Eyrún Vala Harðardóttir í Fram (var á láni hjá HK)
Snædís María Jörundsdóttir í FH



Dómur Lilju fyrir gluggann: Framan af leist mér ekki á blikuna í Garðabænum, fannst voðalega lítið vera að gerast í leikmannamálum. Liðið virtist missa hvern mikilvæga leikmanninn á fætur öðrum en “komnar” listinn var frekar fátæklegur. Það skal þó sagt að ég held að Esther geti nýst liðinu vel í sóknarleiknum og Henríetta er efnilegur leikmaður sem verður gaman að fylgjast með. En nú rétt fyrir mót komu fréttir úr herbúðum Stjörnunnar um tvö nýja erlenda leikmenn, Hannah Sharts og Caitlin Cosme. Það sem kom kannski mest á óvart þar var að þær eru báðar varnarmenn. Þarna hefði verið sterkt að sjá liðið sækja sér hreinræktaðan sóknarmann. En miðað við leikmannahópinn þá er kannski óhætt að gera ráð fyrir að önnur þeirra sé mögulega hugsuð inn á miðsvæðið. Það er erfitt að segja. En svona heilt yfir virkar þetta ekkert sérstaklega góður gluggi, fær 4 í einkunn en hér er kjörið tækifæri fyrir Kristján til að troða sokk upp í mig!

Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar:
22. apríl, Stjarnan - Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
27. apríl, Keflavík - Stjarnan (HS Orku völlurinn)
3. maí, Stjarnan - Tindastóll (Samsungvöllurinn)
8. maí, Breiðablik - Stjarnan (Kópavogsvöllur)
14. maí, Stjarnan - FH (Samsungvöllurinn)

Í besta og versta falli: Væntingarnar voru miklar í fyrra en svo koðnaði liðið algjörlega niður á fyrri hluta tímabilsins. Þær náðu sér þó aðeins á strik á seinni hlutanum og ef þær ná aftur upp stemmingu og skora aðeins fleiri mörk þá gætu þær alveg endað í 3. sætinu. Ég held samt að liðið verði ekki nægilega sterkt til að gera atlögu að efstu tveimur sætunum. Ef allt fer í skrúfuna þá gæti liðið dottið í sama pakka og í fyrra en ég held samt að liðið muni alltaf enda í efri hlutanum fyrir skiptingu.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.
Athugasemdir
banner