Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 15.apr 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 9. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir muni enda í níunda sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Fylkir er komið aftur upp í deild þeirra bestu en sérfræðingarnir spá því að Árbæjarliðið fari beint aftur niður.

Fylki er spáð níunda sæti.
Fylki er spáð níunda sæti.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis.
Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún Karítas skoraði 15 mörk í fyrra.
Guðrún Karítas skoraði 15 mörk í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kayla Bruster kemur ný inn í vörnina.
Kayla Bruster kemur ný inn í vörnina.
Mynd/Fylkir
Tinna Brá er öflugur markvörður.
Tinna Brá er öflugur markvörður.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marki fagnað á síðustu leiktíð.
Marki fagnað á síðustu leiktíð.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Helga Guðrún var mikilvæg síðasta sumar.
Helga Guðrún var mikilvæg síðasta sumar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gerir Fylkir í sumar?
Hvað gerir Fylkir í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Fylkir, 22 stig
10. Keflavík, 14 stig

Um liðið: Sumarið 2021 var ekki gott fyrir Fylki. Þær féllu úr Bestu deildinni og enduðu í neðsta sæti. Í kjölfarið hófst mikil uppbygging. Margir lykilleikmenn fóru og það þurftu aðrir leikmenn að stíga upp. Þetta gekk hægt til að byrja með en á síðustu tveimur árum hefur myndast sterk liðsheild í Árbænum. Það er umtalað hvað liðsheildin er sterk og hvað stemningin klefanum er góð. Fylkir fór upp í fyrra eftir skemmtilegan lokaleik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og það verður spennandi að sjá Árbæjarfélagið í efstu deild að nýju í sumar.

Þjálfarinn: Gunnar Magnús Jónsson sá um að koma Fylki aftur upp í efstu deild. Það var sniðugt hjá Fylki að sækja hann, mann sem er með reynslu í því að koma liði upp úr næst efstu deild. Það fer gott orð af Gunnari í Árbænum og er hann vel metinn innan liðsins. Áður en Gunnar tók við Fylki, þá stýrði hann Keflavík og bjó hann til góðan grunn fyrir það lið í efstu deild. Það verður áhugvert að sjá hvort honum takist það sama hjá Fylki. Sonný Lára Þráinsdóttir sem um árabil var einn besti markvörður landsins er honum til aðstoðar.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Lilja Dögg, sem er fyrrum leikmaður KR, Vals og fleiri félaga fer yfir það helsta hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Styrkleikar: Ef spá okkar rætist um að Fylkiskonur verði að berjast í bökkum í neðri hluta deildarinnar þá er heldur betur styrkur í því að hafa mann með svarta beltið í þeirri baráttu í brúnni. Gunnar Magnús hefur sýnt það og sannað að hann fer ekkert á taugum þó að hann sé í botnbaráttunni. Hann hefur oftar en ekki náð að stýra sínu liði í örugga höfn þrátt fyrir efasemdaraddir. Hann gerði afar vel með Fylkisliðið í fyrra og á sínu fyrsta ári hjá félaginu stýrði hann liðinu upp í deild þeirra bestu. Í raun var öll tölfræði liðsins á pari við tölfræði Víkings þegar uppi var staðið þó að Fylkisliðið hafi verið langt frá því að fá sömu athyglina og umtalið sem þær röndóttu úr Víkinni fengu. Þær voru duglegar að skora mörk í fyrra og hafa haldið uppteknum hætti þar á undirbúningstímabilinu. Það er mikill styrkleiki og einnig að markaskorunin hefur verið að dreifast aðeins á milli leikmanna. Þær geta því reitt sig á fleiri en einn leikmann til að skora mörk fyrir liðið.

Veikleikar: Liðið skoraði mörg mörk á síðasta tímabili en fékk líka á sig töluverðan fjölda af mörkum. Það er því auðvelt að hugsa að þeirra helsti veikleiki verði varnarleikur liðsins. Ég geri ráð fyrir að það muni mikið mæða á Kayla Bruster, sem kom frá San Diego Waves í Bandaríkjunum, sem er væntanlega fengin inn til að stýra varnarleiknum. Það eru nokkrir leikmenn innan liðsins sem hafa reynslu af því að spila í efstu deild og þær munu þurfa að nýta sína reynslu vel og miðla til hinna sem minni reynslu hafa. Ef reynslumeiri leikmenn lenda í meiðslum þá er alveg spurning hversu djúpur bekkurinn er.

Lykilmenn: Eva Rut Ásþórsdóttir er ein þeirra leikmanna liðsins sem hefur reynslu af því að spila í efstu deild og fer nú inn í deildina í fyrsta skipti sem fyrirliði. Hún er gríðarlega mikilvæg sínu liði sem leiðtogi og ekki síður mikilvæg í markaskorun. Guðrún Karítas Sigurðardóttir er reynslumesti leikmaður liðsins og mun geta farið í yfir 100 leiki spilaða í efstu deild eftir þetta tímabil. Hún var nálægt því að vera markahæst í Lengjudeildinni í fyrra og hefur haldið uppteknum hætti á undirbúningstímabilinu. Ég hugsa að hún sofi í takkaskónum þessa dagana, svo mikil er örugglega tilhlökkunin að fá að setja mark sitt á efstu deildina aftur! Ég nefndi Kayla Bruster hér að ofan og mikilvægi hennar í varnarleik liðsins. En ég hugsa að Abby Boyan verði ekki síður mikilvæg liðinu en þessar tvær þekkjast þar sem þær spiluðu saman í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Þessi tenging þeirra gæti reynst Fylki dýrmæt.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Tinna Brá Magnúsdóttir var ung og gríðarlega efnileg þegar hún fór til Fylkis fyrir tímabilið 2021 þegar liðið spilaði síðast í efstu deild. Þar var henni ætlað að fylla stórt skarð sem Cecilía Rán Rúnarsdóttir skildi eftir sig. Það tímabil var mikið lagt á ungan markmann en hún er nú reynslunni ríkari eftir tvö tímabil í Lengjudeildinni til viðbótar. Nú hefur hún haft Sonný Láru í þjálfarateyminu sínu undanfarið árið og það verður því fróðlegt að fylgjast með henni á milli stanganna í sumar.

Komnar:
Abigail Boyan frá Danmörku
Amelía Rún Fjelsted frá Keflavík
Emma Sól Aradóttir frá HK (á láni)
Kayla Bruster frá Bandaríkjunum

Farnar:

Dómur Lilju fyrir gluggann: Það er gríðarlega sterkt að halda nánast öllum frá síðasta tímabili. En við vitum flest að það er töluverður munur á efstu og næstefstu deild getulega séð svo það borgar sig nú alltaf að bæta aðeins í frekar en hitt. Ég held að leikmennirnir sem þau hafa bætt við sig muni allar nýtast vel og Gunnar Magnús hefur sýnt að hann er einnig klókur þegar kemur að því að sækja sér lánsmenn. Ég myndi alveg henda á þetta 7. Ég yrði svo ekkert hissa ef það kæmi að minnsta kosti einn leikmaður á láni fyrir tímabil.



Fyrstu fimm leikir Fylkis:
22. apríl, Fylkir - Þróttur R. (Würth völlurinn)
27. apríl, Víkingur R. - Fylkir (Víkingsvöllur)
2. maí, Fylkir - Keflavík (Würth völlurinn)
9. maí, Tindastóll - Fylkir (Sauðárkróksvöllur)
15. maí, Fylkir - Breiðablik (Würth völlurinn)

Í besta og versta falli: Í besta falli nær liðið upp í topp neðri hlutans fyrir skiptinguna og anda ofan í hálsmálið á neðsta liðinu í efri hluta. Í allt fer á versta veg þá gæti botnsætið alveg orðið niðurstaðan.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.
Athugasemdir
banner
banner