Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Úrvalsdeildin
Arsenal - Ipswich Town - 20:15
Brighton - Brentford - 19:30
lau 20.apr 2024 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 4. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að FH muni enda í fjórða sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. FH var spáð neðsta sæti í fyrra en liðið kom svo sannarlega öllum á óvart.

FH fagnar marki síðasta sumar.
FH fagnar marki síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Hlynur og Guðni eru ástíðufullir á hliðarlínunni.
Hlynur og Guðni eru ástíðufullir á hliðarlínunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna gekk alfarið í raðir FH.
Arna gekk alfarið í raðir FH.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er mætt í Kaplakrika og það er stórt.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er mætt í Kaplakrika og það er stórt.
Mynd/Club America
Hanna Kallmaier kom frá Val.
Hanna Kallmaier kom frá Val.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Elísa Lana Sigurjónsdóttir er spennandi leikmaður.
Elísa Lana Sigurjónsdóttir er spennandi leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Snædís María Jörundsdóttir kom frá Stjörnunni.
Snædís María Jörundsdóttir kom frá Stjörnunni.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Breukelen Woodard er sóknarmaður sem spilaði vel í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.
Breukelen Woodard er sóknarmaður sem spilaði vel í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.
Mynd/FH
Hvað gerir FH í sumar?
Hvað gerir FH í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. FH, 64 stig
5. Stjarnan, 62 stig
6. Þróttur R., 60 stig
7. Víkingur R., 45 stig
8. Tindastóll, 25 stig
9. Fylkir, 22 stig
10. Keflavík, 14 stig

Um liðið:Eins og fyrr segir, þá var FH spáð tíunda sæti í fyrra en það sást snemma að liðið var ekki að fara að falla. FH mætti Þrótti og Val í fyrstu tveimur leikjum sínum og tapaði þeim leikjum, en liðið sýndi mikið hugrekki og spilaði á köflum afar vel. Svo fóru úrslitin að tikka og FH kom sér í efri hlutann áður en deildin skiptist. Að lokum endaði FH-liðið í sjötta sæti en það var flott niðurstaða fyrir lið á fyrsta tímabili í efstu deild eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni.

Sjá einnig:
Eru ekki eðlilegir nýliðar

Þjálfararnir: Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir stýra skútunni í sameiningu. Þeir vinna afskaplega vel saman og hefur það sést á árangri liðsins á undanförnum árum. Guðni tók við sem aðalþjálfari FH árið 2018 og er með mikla reynslu í starfinu. Hlynur kom svo inn í teymið tímabilið 2020. Þeir eru báðir með mikið FH-hjarta og brenna fyrir félagið. Undir þeirra stjórn hefur FH byggt upp einkennandi leikstíl og góðan grunn fyrir framhaldið.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Jón Stefán, sem er fyrrum þjálfari Tindastóls og Þórs/KA fer yfir það helsta hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Styrkleikar: Styrkleiki FH er klárlega almennur ferskleiki liðsins. Á ég þá við hversu háu tempói þær geta spilað á í leikjum sínum. Mikil læti, hápressa og spilað fast. Sóknarlega eru þær eldsnöggar og flinkar. Það vakti athygli mína hversu rosalega ungt liðið var í Lengjubikarnum, má þar nefna að fimm stelpur fæddar 2007 byrjuðu síðasta leik liðsins í Lengjubikarnum í 4-2 sigri á Víking. Ekkert lið getur bókað neitt á móti FH annað en að það mun fá hörkuleik.

Veikleikar: Veikleikarnir eru náttúrulega hin hliðin á peningnum góða. Það að spila þá týpu af fótbolta sem FH gerir með svona ungt lið (þó það verði nú vissulega ögn eldra í sumar) mun alltaf þýða að stundum lenda þær í að vera opnar varnarlega. Varnarleikurinn verður seint sagt að sé agaður og það er bara allt í lagi stundum, þær eru nefnilega skemmtikraftar. Stöðugleiki liðsins var lítill síðasta sumar og þær fengu heldur mörg mörk á sig. Í Lengjubikarnum hefur liðin þó gengið betur að verja mark sitt en oft áður og hreinlega raðað inn mörkum hinum megin vallarins.

Lykilmenn: Þegar við rýnum í hverjar gætu talist lykilkonur í FH-liðinu kemur Arna Eiríksdóttir strax í hugann. Gífurlega sterk líkamlega og góður stjórnandi í vörninni þrátt fyrir ungan aldur. Ég tel að FH hafi gert frábærlega í að ná henni alfarið til sín eftir lánsdvölina í fyrra. Þó hún sé nýkomin held ég að augljóslega verði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir algjör lykilkona í þessu liði. Hún kemur til með að stjórna spili liðsins á miðjunni og taka mikið til sín, það er ég viss um. Gríðarlega sterkt hjá FH að ná henni til sín.
Loks tel ég að Hanna Kallmaier muni reynast Hafnfirðingum mikilvæg ef hún nær sér að fullu eftir krossbandaslitin síðasta vor. Feykilega líkamlega sterk og getur myndað frábæra miðju með Andreu Rán og raunar hverri sem er með þeim.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Ég vil benda fólki á að fylgjast vel með Elísu Lönu Sigurjónsdóttur sem er ungur sóknarmaður, fædd 2005. Hún raðaði inn mörkum í yngri flokkum og það er einungis tímaspursmál hvenær hún fer að gera það í meistaraflokki. Fyrir utan að vera frábær pressuleikmaður varnarlega og smellpassa því í leikstíl FH liðsins.

Komnar:
Snædís María Jörundsdóttir frá Stjörnunni
Birna Kristín Björnsdóttir frá Breiðabliki
Harpa Helgadóttir frá Breiðabliki
Arna Eiríksdóttir frá Val
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir frá Mexíkó
Breukelen Woodard frá Fram
Hanna Kallmaier frá Val
Ída Marín Hermannsdóttir frá Val
Valgerður Ósk Valsdóttir frá Breiðabliki (var á láni)
Bryndís Halla Gunnarsdóttir frá Augnabliki
Herdís Halla Guðbjartsdóttir frá Breiðabliki (á láni)
Margrét Brynja Kristinsdóttir frá Breiðabliki
Rammie Janae Noel frá Bandaríkjunum

Farnar:
Mackenzie George til Bandaríkjanna
Shaina Ashouri í Víking
Esther Rós Arnarsdóttir í Stjörnuna
Arna Eiríksdóttir í Val (var á láni)
Lillý Rut Hlynsdóttir í Val (var á láni)
Heidi Giles til Ítalíu
Rachel Avant til Austurríkis
Colleen Kennedy til Írlands
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir til Danmerkur
Hildur María Jónasdóttir til HK á láni
Telma Hjaltalín Þrastardótti í Aftureldingu
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir í Hauka



Dómur Jónsa fyrir gluggann: Þetta er sennilega erfiðasta spurning sem maður fær þegar kemur að FH. Þær hafa fengið 11 leikmenn og misst/losað 11 leikmenn. Það er svakaleg leikmannavelta. Ég er samt rosalega hrifinn af því að þær hafi sótt Örnu Eiríks, Snædísi Maríu, Andreu Rán, Hönnu Kallmaier, Ídu Marín og Margréti Brynju. Þetta eru allt öflugar stelpur sem geta enn bætt sig í fótbolta. Ég ætla að henda 8 á þennan glugga þó svo að þær hafi misst sterka erlenda leikmenn í Shainu og Mackenzie George.

Fyrstu fimm leikir FH:
21. apríl, Tindastóll - FH (Sauðárkróksvöllur)
27. apríl, FH - Þór/KA (Kaplakrikavöllur)
3. maí, Breiðablik - FH (Kópavogsvöllur)
8. maí, FH - Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)
14. maí, Stjarnan - FH (Samsungvöllurinn)

Í besta og versta falli: Það er gífurlega erfitt að rýna í FH-liðið þegar kemur að því að horfa á árangur næsta sumars en ég ætla að tippa á að ef allt gengur upp hjá þeim verði þær í slag við nokkur lið um þriðja sæti deildarinnar. Í versta fali gætu þær farið alla leið niður í 6. sætið en neðar verða þær held ég aldrei.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.
Athugasemdir
banner