Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 24. október 2017 09:02
Magnús Már Einarsson
Dybala og Hörður vonast til að mætast á HM
Hörður er spenntur fyrir HM.
Hörður er spenntur fyrir HM.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnusson, varnarmaður Bristol City og íslenska landsliðsins, er í löngu viðtali í The Guardian í dag. Þar ræðir hann meðal annars um afrek Íslands að komast á HM.

„Ég hugsa um það á hverjum degi að Ísland sé að fara á HM.
Þetta er meira en bara draumur,"
sagði Hörður.

Hörður var á mála hjá Juventus frá 2011 til 2016 en þar kynntist hann meðal annars argentínska framherjanum Paulo Dybala.

„Ég fékk skilaboð frá Dybala þegar Argentína komst áfram og ég sendi í kjölfarið sömu skilaboð til hans. 'Hlakka til að sjá þig í Rússlandi' - vonandi verðum við saman í riðli."

Hörður kom til Juventus frá Fram og hann segist hafa lært mikið hjá ítalska stórveldinu.

„Ég kom þangað sem miðjumaður sem spilaði bakvið framherjann en Juventus sá hæfileika mína í vörninni. Ég fékk Giorgio Chiellini, Leonardo Bonucci og Andrea Barzagli til að hjálpa mér að bæta leikstíl minn."

„Að læra að vera varnarmaður gegn topp framherjum eins og Alessandro Del Piero var virkilega gott. Hann var í öðrum gæðaflokki. Hann hljop út um allt, vildi fá boltann og þú náðir ekki að taka boltann af honum."

„Síðan komu Carlos Tevez, Fernando Llorente, Vincenzo Iaquinta, Luca Toni og allar þessar goðsagnir. Þeir hjálpuðu mér að vera fljótari að læra og hvernig á að verjast gegn góðum leikmönnum."


Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild
Athugasemdir
banner
banner