Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 06. febrúar 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Henry Birgir spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gaupi og Henry Birgir í stuði.
Gaupi og Henry Birgir í stuði.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Arsenal vinnur Lundúnarslaginn samkvæmt spá Henry.
Arsenal vinnur Lundúnarslaginn samkvæmt spá Henry.
Mynd: Getty Images
Everton gerir jafntefli við Liverpool samkvæmt spánni.
Everton gerir jafntefli við Liverpool samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Árni Vilhjálmsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku.

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi, sér um að spá að þessu sinni.

Tottenham 1 - 2 Arsenal (12:45 á morgun)
Ef það er eitthvað sem Spurs kann þá er það að bregðast sínu fólki á ögurstundu. Enginn Sanchez en breytir engu. Big Game Welbeck mættur aftur og líklegur til afreka sem fyrr.

Aston Villa 0 - 4 Chelsea (15:00 á morgun)
Tímaspursmál hvenær Villa hrynur niður í fallsæti. Mourinho gæti teflt fram þjálfaraliðinu og sjúkraþjálfaranum og samt klárað leikinn.

Leicester 1 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Þessi byrjunarlukka hjá Pardew endist ekki til eilífðar. Önnur brotlending.

Man. City 3 - 0 Hull City (15:00 á morgun)
Pressan á Brúsaranum farin að verða ansi mikil. Þessi leikur verður honum þó ekki að falli. Býst enginn við neinu.

QPR 0 - 2 Southampton (15:00 á morgun)
Enginn Arry og allt í volli. Hörmulegt lið líka.

Swansea 1 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Þegar lið þarf að treysta á Jonjo Shelvey að einhverju leyti þá er það ekkert í sérstökum málum. Grísinn um daginn endurtekur sig ekki.

Everton 1 - 1 Liverpool (17:30 á morgun)
Góður tími fyrir Everton að rífa sig upp. Eitt rautt, tíu gul og eitt stig á lið.

Burnley 0 - 1 WBA (12:00 á sunnudag)
Hér verður fólki líklega greitt fyrir að mæta á völlinn. Dauðinn á skriðbeltunum þessi leikur. Eitt grísamark gerir gæfumuninn.

Newcastle 0 - 1 Stoke (14:05 á sunnudag)
Harkan sex og læti. Enginn brasilískur bílastæðabolti en stigin verða sæt hjá Stoke.

West Ham 1 - 1 Man. Utd (16:15 á sunnudag)
Sjaldan séð lið lifa eins ævintýralega á lyginni og Man. Utd í vetur. Þriðja sæti er ótrúlegt fyrir lið sem hefur lítið sýnt. Sé ekki að liðið breyti út af venjunni og bjóði upp á sannfærandi leik. Stela samt stigi.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner