Haukur Páll Sigurðsson var með sex rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.
Árni Vilhjálmsson spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann er að ganga til liðs við Lilleström í Noregi.
Árni Vilhjálmsson spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann er að ganga til liðs við Lilleström í Noregi.
Hull 1 - 1 Newcastle (11:45 á morgun)
Ég er nokkuð viss um að þetta sé rock solid 1-1 leikur. Það verða líka tvær manneskjur sem munu fylgjast með þessum leik á Íslandi og þeir eru báðir í Breiðablik. Ég get sagt bara fyrirfram að þetta verður leikur sem fólk þarf ekki að horfa á. Jafnvel að hann endi bara 0-0...nei ég tippa á 1-1!
Crystal Palace 3 - 0 Everton (15:00 á morgun)
Þetta er Everton sigur allan daginn, alla daga. Lukaku fagnar 30 afmælinu sínu akkurat þessa helgina og neglir í tvö mörk.
Liverpool 3 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Ég verð að segja að gefa Liverpool þennan sigur. Jóhann Fannar felagi minn er að fara á þennan leik og hann sagði mér að þetta muni enda 2-1 eða 3-2 fyrir Liverpool. Eina sem hann veit er að annað hvort skorar Andy Carroll eða Downing, meira veit ég ekki því miður.
Man Utd 2 - 1 Leicester (15:00 á morgun)
Líklegast erfiðasti leikur helgarinnar til að tippa á. Maður veit ekki hvað Man Utd á eftir að gera þessa helgina! Ég held það verði jafnteflisbragur á þessu, jafnvel 0-0 eða 1-1 fram að 89. mínútu en þá kemur Falcao og pannar hann inn svo þetta endar með Man Utd sigri!
Stoke 2 - 1 QPR (15:00 á morgun)
Mikill missir fyrir Stoke að missa Bojan í meiðsli en ég held það muni ekki skipta neinu í þessum leik. Stoke tekur þennan leik og Arnautovic tekur sig saman í andlitinu og ákveður að setja tvö. Þetta er Stoke sigur þó svo Charlie Austin heldur uppteknum hætti hjá QPR og setur mark ef ekki mörk.
Sunderland 0 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Þarf lítið að skrifa um þennan leik, held að fólk sjái það bara strax að þetta sé pjúra jafntefli. Stál í stál, tæklingar, slagsmál og engin mörk.
WBA 3 - 0 Tottenham (15:00 á morgun)
Auðveldasti leikur helgarinnar, þar sem ég er bullandi Arsenal fan og mikill aðdáandi Tony Pulis þá er þetta easy 3-0 sigur WBA. Tony Pulis tapar ekki leik eftir áramót og Tottenham verður lítil fyrirstaða fyrir hann.
Chelsea 3 - 2 Manchester City (17:30 á morgun)
Þetta verður skemmtilegur leikur, ég hef enga trú á öðru. Minn maður Costa verður þarna til þess að sjá til þess. Hann mun svífast einskis til þess að vinna þennan leik. Ég er á báðum áttum með þennan leik. Ég hef líka miklar trú á Aguero. Þetta verður barátta milli Costa og Aguero hver skorar fleirri mörk svo ég segi pass á þennan leik. Ég veit samt að Gulli Gull segir 0-3 City og hann hefur yfirleitt rétt fyrir sér. Jæja ég get ekki valið á milli ég segi pass.
Arsenal 4 - 1 Aston Villa (13:30 á sunnudag)
Næst auðveldasti leikur helgarinnar á eftir WBA-Tottenham. Ég tippa á 4-1, mörkin munu dreifast á milli leikmanna en eitt er víst að Sanchez mun skora og leggja upp rest. Drauma leikmaður og kóngurinn í London um þessar mundir! Arsenal tapar ekki leik það sem eftir er og mun lauma sér í toppbaráttuna. Þetta er okkar ár það er bara þannig.
Southampton 2 - 0 Swansea (16:00 á sunnudag)
Því miður þá er þetta Southampton sigur, Swansea án Gylfa þannig það verður lítið að frétta hjá þeim. Gylfi er það mikilvægur fyrir Swansea að þeir geta því miður ekki unnið þennan leik án hans.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir