Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 26. desember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már spáir í leiki dagsins á Englandi
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
De Gea mun eiga stórleik samkvæmt spá Rúnars.
De Gea mun eiga stórleik samkvæmt spá Rúnars.
Mynd: Getty Images
John O'Shea verður óvænt á skotskónum samkvæmt spánni.
John O'Shea verður óvænt á skotskónum samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Margrét Lára Viðarsdóttir var með fimm rétta þegar hún spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku síðan.

Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður GIF Sundsvall, spáir í leikina að þessu sinni en heil umferð er á dagskra í enska boltanum í dag.

Chelsea 2 - 0 West Ham (12:45)
Þó svo að West Ham hafa verið að standa sig vonum framar í ár þá er Chelsea vélin of sterk. Setja mark í sitthvorum hálfleiknum, gott ef Fabregas leggur ekki upp.

Burnley 0 - 2 Liverpool (15:00)
Ég myndi gefa ansi mikið fyrir Burnley sigur hér en tel ekki miklar líkur á að það gerist. Held því miður að Liverpool menn klári þetta, Brad Jones verður maður leiksins.

Crystal Palace 1 - 1 Southampton (15:00)
Verður sanngjarnt jafntefli. Pelle skorar með skalla en hárgreiðslan haggast ekki.

Everton 2 - 1 Stoke (15:00)
Athyglisverður leikur, ég hef alltaf einhverja smá trú á Stoke en held að Martinez og hans menn hafi sigur í erfiðum leik, verður nóg af fjöri og 2 rauð spjöld.

Leicester 1 - 2 Tottenham (15:00)
Leicester verða mikið betri aðilinn í þessum leik en á einhvern hátt nær þetta hundleiðinlega Tottenham lið að vinna. Það verður Harry Kane að þakka, hans dugnaði og elju.

Man Utd 2 - 0 Newcastle (15:00)
Verður erfiður leikur en mínir menn hafa þetta. Líklega með því að spila illa og De Gea verður maður leiksins. Frí á jóladag hjá Man Utd, þá vonandi meiðist enginn á meðan þannig þeir verða ferskir.

Sunderland 1 - 0 Hull (15:00)
Solid sigur hjá Sunderland. Wes Brown leggur upp og John O'Shea skorar, ekki hægt að skrifa betra handrit.

Swansea 2 - 0 Aston Villa (15:00)
Öruggur sigur og aldrei í hættu. Bony er minn maður, getur tekið vörubíl í hnébeygju. Hann skorar bæði og Sigurdsson leggur þau upp blindandi.

West Brom 0 - 2 Man City (15:00)
Verður ekki fallegt en samt öruggt. Vantar framherja hjá City en það skiptir engu á móti West Brom. Þeir gera nóg en ekki mikið meira en það, sem er allt í góðu.

Arsenal 3 - 0 QPR (17:30 í dag)
Gengur ekkert alltof vel hjá Harry og félögum á útivelli þannig þetta verður ákaflega þægilegur sigur hjá Arsenal.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner