Einar Örn Jónsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku.
Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sér um spána að þessu sinni en hann spáir Manchester United sigri á Liverpool um helgina.
Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sér um spána að þessu sinni en hann spáir Manchester United sigri á Liverpool um helgina.
Burnley 1 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Southampton er í frjálsu falli en ekki enn orðið nógu lélegt til að tapa fyrir Burnley. Ég held að enginn sé það
Chelsea 3 - 1 Hull (15:00 á morgun)
Ég man ekki hvenær Hull vann síðast og það er ekkert að fara að breytast. Held samt að þeir komist yfir og gleymi sér í fagnaðarlátunum
Crystal Palace 1 - 2 Stoke (15:00 á morgun)
Stókarar eru í miklu stuði eftir sigurinn á Arsenal. Held að það verði dæmt af þeim mark.
Leicester 1 - 2 Manchester City (15:00 á morgun)
City á náðuga daga framundan. Leicester ætti ekki að vera vandamál.
Sunderland 1 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Sunderland er í fínum fíling og heldur áfram að bíta frá sér. Það dugar ekki gegn Big Sam og félögum sem halda í alvöru að þeir komist í meistaradeildina.
WBA 2 - 2 Aston Villa (15:00 á morgun)
WBA hefur ekki unnið fimm síðustu leiki og Aston Villa unnið síðustu tvo. Get ekki haft skoðun á þessum liðum.
Arsenal 3 - 1 Newcastle (17:30 á morgun)
Arsenal réttir úr kútnum og Wenger nær að renna upp svefnpokanum. En það verður erfitt.
Manchester United 3 - 1 Liverpool (13:30 á sunnudag)
United á eitt skot á markið og skorar þrjú mörk. Óstuð Liverpool heldur áfram.
Swansea 2 - 1 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Gylfi nær fram hefndum og á þátt í báðum mörkunum.
Everton 2 - 1 QPR (20:00 á mánudag)
Everton þarf að hafa mikið fyrir þessu en það sleppur.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir