Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 16. janúar 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Páll spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mignolet heldur hreinu samkvæmt spá Hauks.
Mignolet heldur hreinu samkvæmt spá Hauks.
Mynd: Getty Images
Alexis skorar tvö samkvæmt spánni.
Alexis skorar tvö samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Jóhann Alfreð Kristinsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, sér um að tippa á leikina að þessu sinni.



Aston Villa 0 - 2 Liverpool (15:00 á morgun
Aston Villa getur ekkert. Liverpool verður að rífa sig í gang og spila seinni hlutann almennilega. Ég spái mínum mönnum sigri og Simon Mignolet heldur hreinu annan leikinn í röð, ótrúlegt en satt.

Burnley 1 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Burnley nær að jafna leikinn á lokamínútunum í hörkuleik.

Leicester 0 - 3 Stoke (15:00 á morgun)
Stoke er alltaf að fara að vinna þennan leik sannfærandi. Leicester fer beinustu leið aftur niður.

QPR 0 - 2 Manchester United (15:00 á morgun)
Það er hörmung að horfa á Manchester United þegar þeir spila með þriggja manna varnarlínu. Ef United spilar með þriggja manna vörn fer 1-1 en ef þeir fara aftur í 4-4-2 þá vinna þeir 2-0.

Swansea 1 - 3 Chelsea (15:00 á morgun)
Bony er farinn og Chelsea er alltaf að fara að sigla þessum leik heim. Gylfi skorar magnað mark úr aukaspyrnu en Chelsea klárar þetta sannfærandi.

Tottenham 2 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Harry Kane heldur áfram veislunni sinni og setur tvö mörk.

Newcastle 1 - 2 Southampton (17:30 á morgun)
Southampton eru búnir að vera hrikalega flottir á þessu tímabili. Þeir spila agaðan og flottan fótbolta.

West Ham 1 - 1 Hull (13:30 á sunnudag)
Hull nær í óvænt stig á útivelli. Tom Huddlestone skorar með þrumufleyg fyrir utan teig.

Manchester City 2 - 2 Arsenal (13:30 á sunnudag)
Þetta verður jafntefli í hrikalega skemmtilegum leik. Alexis Sanchez hefur verið stórkostlegur í enska boltanum og hann heldur áfram með því að skora bæði mörk Arsenal.

Everton 0 - 1 WBA (20:00 á mánudag)
King Tony Pulis klárar þennan leik

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner