Logi Bergmann Eiðsson fékk fimm rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrri viku.
Margrét Lára Viðasdóttir samdi í vikunni á nýjan leik við Kristianstad í Svíþjóð. Hún sér um að spá fyrir umferð helgarinnar á Englandi.
Margrét Lára Viðasdóttir samdi í vikunni á nýjan leik við Kristianstad í Svíþjóð. Hún sér um að spá fyrir umferð helgarinnar á Englandi.
Manchester City 3 - 1 Crystal Palace (12:45 á morgun)
Þrátt fyrir að ég haldi alveg fáranlega með Crystal Palace í þessum leik þá hef ég litla trú á að þeir græði eitthvað á ferðalaginu til Manchester þessa helgina. Því spái ég 3-1 fyrir Man City. Lampard með þrennu og gerir stuðningsmennina vitlausa í sig.
Aston Villa 0 - 2 Manchester United (15:00 á morgun)
júgnakrækir mætir snemma til byggða í Manchester og kemur með þrjú örugg stig í poka sínum fyrir United menn. United á miklu skriði þessa daga eru farnir að vinna aftur svona United sigra þar sem að liðið er ekkert endilega betra en vinnur samt. De Gea heldur áfram að fá kleinuhring. Rooney og Mata með mörkin.
Hull 2 - 3 Swansea (15:00 á morgun)
Hull er mitt varalið á Englandi þar sem ég á sjálf nokkra leiki fyrir það ágæta félag. Hins vegar held ég að Gylfi Sig og félagar séu með mikið sjálfstraust þessa dagana og verði Hullurum erfiðir viðureignar. Gylfi er búinn að fara illa með færin að undanförnu en smellhittir hann í þessum leik setur tvö og leggur upp það þriðja
QPR 1 - 0 WBA (15:00 á morgun)
Einn af þessum leikjum sem maður er lítið sem ekkert spenntur fyrir. Spá vini mínum Ferdinand sigri í QPR.
Southampton 1 - 3 Everton (15:00 á morgun)
Það fyrnefnda er búið að vera í miklu basli að undanförnu. Ég sé þá ekkert vera að fara snúa því neitt við núna allavega ekki alveg strax.
Tottenham 2 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Það gaf Tottenham mönnum mikið að vinna Swansea um síðustu helgi á seinustu andartökum leiksins. Þeir fara því hátt inn í þennan leik og lenda undir. Þeir koma þó sterkir til baka í síðari hálfleik og vinna Burnley 2-1. Daninn Eriksen heldur áfram að skora fyrir Tottenham og markaþurðing hjá Soldado verður aðeins minni, hann skorar eitt.
West Ham 0 - 3 Leicester (15:00 á morgun)
West Ham fjörið verður að martröð þessa helgina. Þeir steinliggja 0-3 á heimavelli
Newcastle 3 - 1 Sunderland (13:30 á sunnudag)
KR-ingar enska boltans halda áfram að koma á óvart eða ekki og vinna öruggan 3-1 sigur á heimavelli
Liverpool 1 - 1 Arsenal (16:00 á sunnudag)
Stórleikur helgarinnar án efa. Þar sem að ég er United manneksja þá á ég ótrúlega erfitt með að halda með Liverpool en ætli ég geri ekki undanþágu þessa helgina og styð manninn minn og tengdó í því að rífa eldgamla stórveldið upp.
Stoke 1 - 1 Chelsea (20:00 á mánudag)
Það þarf að stytta þetta bil í toppliðið og er ég er alveg viss um það að Stoke takist það á heimavelli. Crouch og Costa með mörkin í 1-1 jafntefli þar sem varnarleikurinn fær að njóta sín.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir