Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 16. ágúst 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Ætla að komast eins langt og hægt er
Arnór Breki Ásþórsson.
Arnór Breki Ásþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Mosfellingur - Raggi Óla
Afturelding er í harðri baráttu um að komast upp úr 2. deildinni en liðið vann 2-0 sigur gegn Sindra á sunnudag. Arnór Breki Ásþórsson, 18 ára leikmaður Mosfellinga, skoraði seinn mark leiksins en hann er leikmaður 16. umferðar deildarinnar.

„Við spiluðum vel og náðum að nýta okkur veikleika Sindra vel. Við fengum færi og hefðum auðveldlega getað bætt við fleiri mörkum. Sindri átti þó sína kafla og voru hættulegir fram á við, en ég var einhvern veginn alltaf viss um að við værum að fara klára þetta," segir Arnór.

ÍR er komið með góða forystu á toppi deildarinnar með 40 stig en Afturelding og Grótta hafa bæði 32 stig þar á eftir.

„Ég er spenntur fyrir þessu. Næstu leikir eru mikilvægir og það er alltaf gaman að spila stóru leikina. ÍR er að stinga af en baráttan um annað sætið er hörð og mun líklega ekki skýrast fyrr en flautað verður af í lok september."

Hvað einkennir Aftureldingarliðið?

„Aftureldingarliðið einkennist af flottum fótbolta, skipulagi og sigurvilja. Við erum með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum sem eru tilbúnir að berjast fyrir liðið og fyrir okkar markmiðum. Við erum með þéttan hóp og það er stöðug barátta um byrjunarliðssæti."

Hversu mikilvægt er fyrir Aftureldingu að komast upp í Inkasso-deildina?

„Það er gríðarlega mikilvægt. Allir hjá félaginu eru með það sama markmið að komast upp og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná þessu markmiði. Afturelding er vaxandi klúbbur og yngri flokka starfið er gott og nægur efniviður til staðar til að byggja á til framtíðar ef liðið nær að komast upp um deild."

Arnór Breki spilaði sem sóknarmaður gegn Sindra en hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Hver er hans besta staða?

„Ég hef verið að spila sem vinstri bakvörður, á kantinum og frammi. Mér líður vel í öllum þessu stöðum og alltaf þegar ég fæ þessa spurningu á ég erfitt með að svara," segir Arnór sem á fimm leiki fyrir U17 landsliðið. Hver eru hans persónulegu markmið?

„Ég hef mikinn metnað fyrir þessu og fótbolti er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég ætla að gera mitt besta og mitt markmið er komast eins langt og ég mögulega get. Hversu langt það verður, verður bara að koma í ljós."

Sjá einnig:
Bestur í 15. umferð - Daði Ólafsson (ÍR)
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner