Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 31. ágúst 2016 14:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Var fluttur til Ísafjarðar næsta dag
Leikmaður 18. umferðar: Sólon Breki Leifsson (Vestra)
Sólon í leik með Vestra.
Sólon í leik með Vestra.
Mynd: Aðsend
Í leik með Breiðabliki í fyrra.
Í leik með Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri vann Magna 4-2 í 18. umferð 2. deildarinnar en Sólon Breki Leifsson skoraði tvö mörk fyrir Vestra í leiknum. Hann hefur staðið sig vel hjá liðinu og er leikmaður umferðarinnar í 2. deild.

„Þessi sigur var frábær, hörkuleikur og liðið spilaði mjög vel. Að mínu mati einn af bestu leikjunum okkar síðan að ég kom," segir Sólon sem kom á láni frá Breiðabliki í júlí. Hann hefur komið við sögu í nokkrum leikjum Blika í Pepsi-deildinni síðustu tvö ár.

„Þetta gerðist allt mjög fljótt, það var hringt í mig frá Vestra og sagt að þeim vantaði striker. Ég ákvað bara að hoppa strax á þetta og var fluttur til Ísafjarðar næsta dag."

Vestri siglir lygnan sjó í 2. deildinni og er í fimmta sæti.

„Ég er mjög sáttur með mitt gengi hjá liðinu. Strákarnir eru alveg frábærir þarna og hafa hjálpað mér mikið. Þetta er allt til fyrirmyndar þarna fyrir vestan."

Sólon er 18 ára gamall og var á dögunum valinn í U19 landsliðið sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Wales í næstu viku.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefni með U19, heiður að vera valinn í svona verkefni og að fá að spila með þeim bestu á þessum aldri," segir Sólon en við spurðum hann að lokum hvert markmið hans væri fyrir næsta sumar?

„Markmiðin mín fyrir næsta tímabil er að halda áfram að bæta mig sem fótboltamaður. Ég veit ekkert hvað ég geri á næsta tímabili, hvort ég verði hjá Blikum eða fara eitthvert á lán, þetta verður allt að koma í ljós."

Sjá einnig:
Bestur í 17. umferð - Jonathan Hood (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Daði Ólafsson (ÍR)
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner