Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 23. september 2016 12:05
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Ótrúlegustu mínútur á löngum ferli
Leikmaður 21. umferðar - Jóhann Þórhallsson (Völsungur)
Jóhann Þórhallsson.
Jóhann Þórhallsson.
Mynd: Friðgeir Bergsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta voru ótrúlegustu lokamínútur sem ég hef tekið þátt í allan minn knattspyrnuferil og er hann rúm 30 ár," segir Jóhann Þórhallsson, sóknarmaðurinn reyndi hjá Völsungi, um 4-2 sigur Völsungs gegn Ægi í 2. deildinni um síðustu helgi.

Ægismenn voru 2-0 yfir þegar stutt var eftir af leiknum.

„Þetta voru ótrúlegustu lokamínútur sem ég hef tekið þátt í allan minn knattspyrnuferil og er hann rúm þrátíu ár. Það má segja að tilveran í 2. deild hafi verið undir í þessum leik, þetta var svokallaður sex stiga leikur. Ég man eftir að hafa horft á vallarklukkuna á 75. mínútu og hugsað að það þyrfti allt að ganga upp hjá okkur til þess að jafna leikinn og til þess að það tækist þurftum við að skora tvívegis," segir Jóhann.

„Ég var ákveðinn í að skjóta á markið alltaf þegar færi gafst. Ákvað að draga mig aðeins aftar á völlinn til að auka möguleikana að fá boltann til að ná skotum á markið. Ég vissi ef við næðum að skora eitt mark þá væri von að jafna leikinn. Á 86. mínútu datt boltinn fyrir utan teig og ég smellhitti hann í hornið. Þá gerðist einhver atburðarás sem er erfitt að lýsa. Þetta gerist allt svo svakalega hratt."

„Annað markið og jöfnunarmarkið er þannig að ég sé boltann á lofti eftir skot í varnarmann og næ einhvern veginn að komast fram fyrir varnarmanninn og ná skoti á markið sem endar í netinu. Síðan koma tvö mörk eftir það, annað eftir að dæmd er vítaspyrna þegar Geiri (Ásgeir Kristjánsson) stingur alla af en er tekinn niður af markmanni Ægismanna. Elsti kallinn í liðinu stígur á punktinn og kemur Völsungi í 3-2. Síðan klárar Aron Kristófer Lárusson málið með að setja fjórða markið og gulltryggir sigurinn."

Með þessum ótrúlega sigri Völsungs tryggði liðið sér áframhaldandi veru í 2. deild á meðan Ægismenn féllu. Jóhann er leikmaður umferðarinnar og segir að tilfinningin eftir leik hafi verið ansi góð.

„Frábær tilfinning og skiptir miklu máli fyrir Völsung og marga Húsvíkinga," segir Jóhann sem hefur skorað 14 mörk í 2. deildinni í sumar. Hann er að vonum sáttur með gengi sitt í sumar.

„Ég er klárlega sáttur með mörkin og það gekk vonum framar í markaskorun. Alltaf ánægjulegt þegar liðið nær sínum markmiðum, sem var að halda sér í deildinni eftir að hafa farið upp um deild síðasta sumar."

Jóhann er 36 ára en hann hefur æft á annan hátt en samherjar sínir.

„Ég hef sjaldan eða aldrei æft jafn lítið fótbolta. Milli leikja um helgar hef ég verið að skokka, lyfta og farið reglulega í nudd. Palli þjálfari treysti mér alveg 100 % til þess að sinna þessu sjálfur," segir Jóhann.

Hvernig eru horfurnar hjá Völsungi, hvenær telur hann raunhæft að horfa til þess að komast upp?

„Framtíðin er mjög björt hjá Völsungi þar sem lang flestir í hópnum eru uppaldir hjá félaginu. Mér finnst árangurinn er ekki síður merkilegur hjá liðinu sökum þess, Ég tel að liðið þurfi að bæta sig á einhverjum sviðum áður en farið er upp í 1. deild. Ef vel er haldið á spilunum sem stjórnarmenn eru svo sannarlega að gera þá gæti Völsungur farið upp í 1. deild innan fárra ára."

Sjá einnig:
Bestur í 20. umferð - Viðar Þór Sigurðsson (KV)
Bestur í 19. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Sindri)
Bestur í 18. umferð - Sólon Breki Leifsson (Vestri)
Bestur í 17. umferð - Jonathan Hood (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Daði Ólafsson (ÍR)
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner