Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
   lau 25. júlí 2015 16:44
Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson: Ég er brjálaður, gjörsamlega brjálaður
Pétur Pétursson var gjörsamlega brjálaður í víðtali í dag.
Pétur Pétursson var gjörsamlega brjálaður í víðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er brjálaður, gjörsamlega brjálaður," sagði Pétur Pétursson þjálfari Fram eftir að liðið tapaði 2-3 heima gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Þór

Pétur var ósáttur við Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara sem hann taldi hafa haft af þeim vítaspyrnur, dæmt ósanngjarna vítaspyrnu á Fram auk þess sem hann taldi brotið á markmanni sínum í sigurmarkinu.

„Ég er hættur að vera kurteis! Hann brýtur á markmanninum, það sjá það allir á vellinum og hann stendur í góðri stöðu og sleppir því. Hann sleppir víti fyrir okkur og dæmir víti fyrir þá. Það er kominn tími fyrir þessa menn að fara að dæma eðlilega. Ekki bara fyrir annað liðið. Ég er mjög ósáttur við svona mikilvæg atriði og er búinn að vera það í undanförnum leikjum. Í síðasta leik var skandall, þar áður var líka skandall. Menn eru að færa vítaspyrnur út fyrir teiga og sleppa hinu og þessu gagnvart okkur. Afhverju? Ég spyr afhverju. Eitthvað hlýtur að vera að. Það er kominn tími til að fá almennilega dómara í deildnia, þetta er skandall," sagði Pétur en taldi hann Guðmund Ársæl hafa mætt í leikinn til að taka þetta frá Fram í dag?

„Spurðu hann að því, ég ætla ekki að svara því, ég veit ekki hvað hann er að gera. Mikilvæg mistök í þessum leik, hann sleppti víti fyrir okkur og það er brot þegar þeir brjóta á okkar markmanni. Framliðið stóð sig frábærlega og það er út í hött að fá svona á sig eftir svona frábæra frammistöðu."

Pétur hefur styrkt liðið með sjö leikmönnum í glugganum og mikil umræða hefur verið um að sex þeirra séu sóknarmenn. Hvað var Pétur að spá með styrknum.

„Ég er búinn að taka sex nýja menn, ekki sjö. Sjöundi leikmaðurinn er 2. flokks leikmaður. Svo er misskilingur að allir þessir menn séu senterar. Ég held að menn ættu aðeins að googla þá, hvað þeir heita og í hvaða stöðum þeir spila. Svo fréttamenn gætu aðeins vitað hvaða strákar þetta eru sem við erum að taka. þetta eru góðir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér og mér finnst gaman að vinna með svona efnilegum strákum."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan en þar segir hann frá því að Eyþór Helgi Birgisson sé frá í sex vikur með hettusótt. Þá kemur maður inn í viðtalið sem býðst til að greiða helminginn af sektinni fyrir ummæli Péturs í viðtalinu. Hann sagðist einnig hafa viljað taka heita vatnið af dómaranum í sturtunni.
Athugasemdir
banner
banner