Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
   fös 17. mars 2017 14:34
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs: Getum því miður ekki pakkað mönnum í bómull núna
Icelandair
Helgi Kolviðsson léttur á landsliðsæfingu.
Helgi Kolviðsson léttur á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Langt er síðan eins mikil forföll hafa verið í íslenska landsliðshópnum eins og eru núna fyrir leikinn gegn Kosóvó. Helgi Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að það hafi verið sérstök spenna að fylgjast með leikmönnum í aðdraganda verkefnisins.

„Þetta hefur verið spennandi undanfarnar vikur. Við höfum skipt strákunum á milli okkar og horft á marga leiki auk þess að vera að greina andstæðinginana. Við höfum horft á mikið og verið að bera saman bækur," segir Helgi.

„Maður er kannski að horfa á leik og svo fer leikmaður af velli í fyrri hálfleik en maður veit ekkert hvað gerðist eða hvort þetta sé alvarlegt. Ég sá Arnór Ingva fara út af eftir hálftíma og Rúrik eftir sautján mínútur og maður reyndi að lesa í hvað væri að gerast. Það er oft mikil óvissa og maður þarf að bíða eftir að sjá hvað gerist."

Það er meiri spenna framundan því landsliðsþjálfararnir, og íslenskir fótboltaáhugamenn, þurfa að krossleggja fingur og vona að það komi ekki upp meiðsli um helgina þegar strákarnir í hópnum leika síðustu leiki sína fyrir landsliðsverkefnið.

„Því miður getum við ekki pakkað leikmönnum inn í bómull núna og tekið þá beint inn. Það er heil helgi eftir og það getur allt gerst. Við verðum bara að vera undirbúnir og fylgjumst með öllu," segir Helgi.

Kosóvó er neðst í riðlinum og íslenska liðið fer ekki leynt með að stefna og markmið þess er að enda í tveimur af efstu sætum riðilsins. Þó þjálfurum sé illa við orðið „skyldusigur" hljótum við að gera kröfu á að vinna leikinn eftir viku?

„Við gerum það fyrir hvern einasta leik. Það er alltaf okkar stefna að vinna. Við vitum að þetta verður erfiður leikur en við ætlum okkur að vinna hann og munum gera okkar besta til þess," segir Helgi sem ræðir nánar um andstæðingana og fleiri hluti í viðtalinu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner