Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 11. september 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 18. umferð: Fór sáttur að sofa
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Eiður í baráttunni í sumar.
Eiður í baráttunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn stigu stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í gær með 1-0 sigri á Breiðabliki. Eiður Aron Sigurbjörnsson var frábær í vörn Vals í leiknum og hann er leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

Kristinn Ingi Halldórsson skoraði sigurmarkið á 80. mínútu

„Það var hrikalega gott að sjá hann klara þennan leik fyrir okkur," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

„Mér fannst þetta bara vera á leið í jafntefli en við vildum þetta bara meira. Ég get alveg viðurkennt að ég fór sáttur að sofa í gær."

Eiður Aron hefur smollið mjög vel inn í lið Vals síðan hann kom til félagsins frá Holstein Kiel í vor.

„Þetta hefur gengið mjög vel. Það var auðvelt að komast inn í þennan hóp og verða strax einn af liðinu. Það hefur hjálpað mér inni á vellinum."

Valur hefur ýmist spilað með þrjá eða fjóra varnarmenn undanfarnar vikur. Í gær byrjaði liðið í þriggja manna vörn en fór síðan í fjögurra manna vörn á lokakaflanum. Hvernig líkar Eiði að spila í þriggja manna vörn?

„Ég kann bara vel við það. Við erum með öflugt lið, varnar og sóknarlega. Þetta hefur klárlega sína kosti og galla en við höfum náð góðum tökum á þessu."

Valsmenn þurfa fjögur stig í síðustu fjórum leikjunum til að gulltryggja titilinn. Næsti leikur Vals er gegn KA á fimmtudag en er Eiður farinn að sjá Íslandsmeistaratitilinn í hillingum?

„Það er klárlega þarna í hausnum á mér, ég ætla ekkert að ljúga því. Hlutirnir eru hins vegar fljótir að breytast í fótbolta og við verðum að halda fullum fókus til að klára þetta mót og það byrjar á fimmtudaginn á Akureyri," sagði Eiður að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 17. umferðar - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Leikmaður 16. umferðar - Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Leikmaður 14. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Andre Bjerregaard (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner