Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 03. janúar 2018 23:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Freyr í Keflavík (Staðfest)
Aron Freyr hér ásamt Jónasi Guðna Sævarssyni, framkvæmdastjóra.
Aron Freyr hér ásamt Jónasi Guðna Sævarssyni, framkvæmdastjóra.
Mynd: Keflavík
Aron Freyr lék með Grindavík á síðasta tímabili.
Aron Freyr lék með Grindavík á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Aron Freyr Róbertsson samdi við Keflavík í kvöld. Hann kemur til Keflavíkur frá nágrönnunum í Grindavík.

Fótbolti.net greindi frá því fyrr í dag að Aron Freyr væri á leið til Keflavíkur á nýjan leik.

Hinn 21 árs gamli Aron Freyr var samningsbundinn Grindavík út tímabilið og því þarf Keflavík að kaupa hann í sínar raðir.

Aron Freyr spilaði 18 leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni í fyrra. Með hjálp hans endaði Grindavík í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar og kom sparkspekingum á óvart.

Góð frammistaða Arons á fyrri hluta tímabilsins skilaði honum sæti í U21 árs landsliðinu. Síðari hluta tímabilsins átti hann hins vegar ekki fast sæti í byrjunarliði Grindvíkinga.

Aron lék með bæði Keflavík og Víði Garði í yngri flokkunum. Í mars 2016 fór hann frá Keflavík yfir til Grindavíkur. Núna er hann kominn aftur til Keflavíkur.

Keflavík komst upp í Pepsi-deildina á nýjan leik síðastliðið haust en Aron er fyrsti nýi leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir fyrir næsta leiktímabil.

Bojan Stefán Ljubicic er að æfa með Keflavík þessa daganna og gæti gengið aftur í raðir félagsins.

Hann er laus undan samningi hjá Fjölni en hann er uppalinn í Keflavík.

Bojan lék 11 leiki með Fjölni í deild og bikar á síðasta tímabili en hann hefur ennig spilað með Fram á ferli sínum auk þess að hafa áður verið hjá Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner