Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Kári og Augnablik hefja leik af krafti
Arnar Laufdal Arnarsson skoraði fyrsta mark Augnabliks
Arnar Laufdal Arnarsson skoraði fyrsta mark Augnabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. deildin fór af stað í kvöld með tveimur leikjum þar sem Augnablik og Kári fóru með sigur af hólmi.

Augnablik fékk Vængi Júpíters í heimsókn. Þjálfarar liðanna í deildinni spá Augnablik 2. sæti í sumar en Vængjunum 10. sæti.

Augnablik byrjaði leikinn sterkt þar sem Arnar Laufdal kom liðinu yfir snemma leiks. Rafael Máni jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Augnablik tókst að endurheimta forystuna áður en Guðni Rafn gulltryggði sigurinn.

Kára er spáð toppsætinu en Elliða botnsætinu. Það var markalaust í hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust í þeim síðari.

Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Axel Freyr fyrsta mark leiksins fyrir Kára. Annað mark fylgdi fljótlega í kjölfarið. Það var síðan undir lok leiksins sem tvö mörk í viðbót komu frá Kára mönnum.

Augnablik 3 - 1 Vængir Júpiters
1-0 Arnar Laufdal Arnarsson ('5 )
1-1 Rafael Máni Þrastarson ('42 )
2-1 Halldór Atli Kristjánsson ('51 )
3-1 Guðni Rafn Róbertsson ('90 )

Kári 4 - 0 Elliði
1-0 Axel Freyr Ívarsson ('48 )
2-0 Börkur Bernharð Sigmundsson ('53 )
3-0 Þór Llorens Þórðarson ('81 )
4-0 Hilmar Halldórsson ('90 )


3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 3 3 0 0 11 - 3 +8 9
2.    Kári 3 2 1 0 11 - 5 +6 7
3.    KFK 3 2 0 1 6 - 5 +1 6
4.    Víðir 3 1 1 1 9 - 5 +4 4
5.    Árbær 3 1 1 1 9 - 7 +2 4
6.    ÍH 2 1 0 1 7 - 6 +1 3
7.    KV 2 1 0 1 6 - 6 0 3
8.    Sindri 2 1 0 1 5 - 5 0 3
9.    Magni 2 1 0 1 2 - 4 -2 3
10.    Hvíti riddarinn 3 1 0 2 4 - 7 -3 3
11.    Vængir Júpiters 3 0 1 2 9 - 14 -5 1
12.    Elliði 3 0 0 3 4 - 16 -12 0
Athugasemdir
banner
banner
banner