Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
laugardagur 6. september
laugardagur 8. nóvember
Championship
Swansea 1 - 4 Ipswich Town
West Brom 2 - 1 Oxford United
Millwall 1 - 1 Preston NE
Southampton 3 - 1 Sheff Wed
Blackburn 1 - 2 Derby County
Norwich 1 - 2 Leicester
Hull City 3 - 2 Portsmouth
Middlesbrough 2 - 1 Birmingham
Wrexham 1 - 0 Charlton Athletic
Sheffield Utd 0 - 0 QPR
Stoke City 0 - 1 Coventry
Úrvalsdeildin
Everton 2 - 0 Fulham
Chelsea 0 - 0 Wolves
West Ham 3 - 2 Burnley
Tottenham 2 - 2 Man Utd
Sunderland 2 - 2 Arsenal
WSL - Women
Man Utd W 0 - 1 Aston Villa W
Arsenal W 1 - 1 Chelsea W
Division 1 - Women
Nantes W 2 - 1 Le Havre W
Strasbourg W 1 - 0 Saint-Etienne W
PSG W 0 - 0 Fleury W
Bundesligan
Gladbach 3 - 1 Köln
Union Berlin 2 - 2 Bayern
Hoffenheim 3 - 1 RB Leipzig
Leverkusen 6 - 0 Heidenheim
Hamburger 1 - 1 Dortmund
Frauen
Wolfsburg W 2 - 3 Eintracht Frankfurt W
Serie A
Como 0 - 0 Cagliari
Parma 0 - 2 Milan
Lecce 0 - 0 Verona
Juventus 0 - 0 Torino
Serie A - Women
Inter W 2 - 2 Sassuolo W
Milan W 2 - 1 Juventus W
Eliteserien
Sarpsborg 0 - 2 Fredrikstad
Viking FK 3 - 0 Ham-Kam
Úrvalsdeildin
Nizhnyi Novgorod 0 - 0 Rubin
Sochi 0 - 1 Rostov
Dynamo Mkh 0 - 1 CSKA
Dinamo 1 - 2 Akron
La Liga
Sevilla 1 - 0 Osasuna
Atletico Madrid 3 - 1 Levante
Girona 1 - 0 Alaves
Espanyol 0 - 0 Villarreal
Damallsvenskan - Women
Djurgarden W 0 - 2 Hacken W
Brommapojkarna W 3 - 0 AIK W
Norrkoping W 0 - 4 Malmo FF W
Pitea W 0 - 1 Rosengard W
Elitettan - Women
Bollstanas W 1 - 2 KIF Orebro W
Umea W 3 - 2 Trelleborg W
Hacken-2 W 1 - 1 Team TG W
Gamla Upsala W 1 - 5 Eskilstuna United W
Sunnana W 1 - 2 Elfsborg W
Mallbacken W 0 - 4 Jitex W
Orebro SK W 1 - 0 Uppsala W
Ekkert mark hefur verið skorað
fös 03.maí 2024 11:15 Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 2. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í öðru sæti er Selfoss og er því spáð að þeir fari beint aftur upp.

Selfoss fagnar marki á síðasta tímabili.
Selfoss fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi í vetur.
Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi í vetur.
Mynd/Selfoss
Gonzalo Zamorano.
Gonzalo Zamorano.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin fór í Víking Ólafsvík.
Gary Martin fór í Víking Ólafsvík.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorlákur Breki Baxter kom aftur frá Stjörnunni.
Þorlákur Breki Baxter kom aftur frá Stjörnunni.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Robert Blakala.
Robert Blakala.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik Selfoss og Hauka á undirbúningstímabilinu, liðunum sem er spáð öðru og þriðja sæti.
Úr leik Selfoss og Hauka á undirbúningstímabilinu, liðunum sem er spáð öðru og þriðja sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Spáin:
1.
2. Selfoss, 97 stig
3. Haukar, 96 stig
4. Víkingur Ó. 94 stig
5. Þróttur V., 92 stig
6. Ægir, 78 stig
7. Höttur/Huginn, 56 stig
8. KFG, 54 stig
9. Völsungur, 37 stig
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig

2. Selfoss
Síðasta sumar var gríðarlega erfitt á Selfossi þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins féllu niður um deild, karlaliðið í 2. deild og kvennaliðið í Lengjudeildina. Karlaliðið var að lokum ekki langt frá því að bjarga sér eftir erfitt sumar en það munaði bara einu marki í lokaumferðinni. Selfoss endaði með -12 í markatölu á meðan Njarðvík var með -11. Gat nánast ekki verið tæpara. En kannski er það bara gott fyrir Selfoss að taka þetta skref og byggja upp á nýtt. Árin á undan höfðu ekki verið neitt frábær heldur nefnilega. Í sumar munu ungir strákar vonandi fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og reyna að koma Selfossi aftur upp í næst efstu deild.

Þjálfarinn: Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi í vetur. Hann gerði tveggja ára samning við félagið. Bjarni er einn af reynslumestu þjálfurum landsins, en hann hóf þjálfaraferilinn á heimaslóðunum með Þrótti Neskaupstað. Á sínum ferli hefur Bjarni þjálfað Tindastól, Grindavík, Breiðablik, ÍBV, Fylki, Stjörnuna, KA og Vestra ásamt því að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands en hann hefur lyft öllum helstu titlum sem hægt er að vinna hér á landi. Hann er líka með mikla reynslu í því að koma liðum upp um deild. Bjarni verður með fyrrum landsliðsframherjann Heiðar Helguson sér til aðstoðar.

Sjá einnig:
Bjarni Jó snýr aftur eftir lærdómsríka pásu

Stóra spurningin: Var gott fyrir Selfoss að falla?
Liðið mun treysta svolítið á uppalda leikmenn og vonandi munu margir ungir leikmenn fá tækifæri á Selfossi í sumar. Kannski þegar litið verður til baka, þá var það gott fyrir Selfoss að falla til þess að geta þróað unga leikmenn sína áfram. Selfossi er spáð öðru sæti en það munaði ótrúlega litlu á liðunum í öðru til fimmta sæti í þessari spá og má búast við gríðarlega harðri baráttu á toppnum.

Lykilmenn:
Gonzalo Zamorano Leon: Spænski sóknarmaðurinn er núna einn reynslumesti maðurinn í hópnum. Hann spilaði síðast í 2. deild með Hugin á Seyðisfirði árið 2017, en þá skoraði hann 16 mörk í 22 leikjum. Hann þarf að skora meira en hann gerði síðasta sumar en þá skoraði hann einungis þrjú mörk í Lengjudeildinni.

Adrian Sanchez: Fínasti varnarmaður sem er núna á leið inn í sitt annað tímabil með Selfossi. Spánverjinn var bara nokkuð fínn í Lengjudeildinni í fyrra og ætti að geta verið býsna góður í þessari deild.

Robert Blakala: Þessir þrír útlendingar eiga að bera liðið svolítið uppi. Blakala er virkilega góður markvörður sem myndi eflaust gera góða hluti í Lengjudeildinni. Bjarni Jó þekkir Blakala vel og var fljótur að sækja hann á Selfoss.

Komnir:
Alfredo Ivan Arguello Sanabria frá Árbæ
Jose Manuel Lopez Sanchez frá Spáni
Robert Blakala frá Njarðvík
Þorlákur Breki Þ. Baxter frá Stjörnunni (á láni)

Farnir:
Aron Einarsson frá Leikni R.
Gary Martin í Víkingi Ó. (á láni)
Guðmundur Tyrfingsson í Fylki
Hrannar Snær Magnússon í Aftureldingu
Oskar Wasilewski í Kára
Stefán Þór Ágústsson í Val
Þorsteinn Aron Antonsson í Val
Þór Llorens Þórðarson í Kára

Þjálfarinn segir - Bjarni Jóhannsson
„Tímabilið leggst vel í mig. Það eru nýjar áskoranir og nýtt lið. Við verðum með ungt og efnilegt lið í sumar. Það er sturluð staðreynd að tíu af 16 leikjahæstu mönnunum frá síðasta tímabili eru horfnir á braut. Við erum með 25 manna leikmannahóp og 21 leikmaður er uppalinn í yngri flokkum Selfoss. Þetta er áskorun fyrir þjálfarateymið og fyrir félagið sjálft. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og við erum klárir."

„Það er búið að ganga ágætlega í vetur. Við byrjuðum að spila æfingaleiki seint en það var vegna þess að við vorum í ákveðnu uppbyggingarprógrammi. Leikur liðsins hefur farið vaxandi og við teljum okkur klára í mótið."

„Það kitlar alltaf egóið þegar aðrir þjálfarar í deildinni hafa trú á því að við getum farið upp en við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta er grjóthörð deild. Ég er búin að sjá öll þessi lið spila og að mínu mati eru fimm eða sex lið sem klárlega gera tilkall í að fara upp. Við ætlum að vera með í þeirri baráttu. Þetta eru erfið ferðalög og langt mót. Þetta verður erfitt en auðvitað eru menn klárir í þetta."

Fyrstu þrír leikir Selfoss:
4. maí, Selfoss - Kormákur/Hvöt (JÁVERK-völlurinn)
11. maí, Völsungur - Selfoss (PCC völlurinn Húsavík)
18. maí, Selfoss - KFA (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir