PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fös 03. maí 2024 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Kvenaboltinn
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður alveg ótrúlega vel. Þetta var ógeðslega gaman. Ég lenti klukkan sex í morgun," sagði Aníta Dögg Guðmundsdóttir, markvörður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Markvarðarmál Blika voru svolítið til umræðu fyrir leikinn þar sem Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik og gat ekki spilað þennan leik.

Það var óvíst hver yrði í marki Blika þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. Aníta er í háskólaboltanum í Alabama í Bandaríkjunum og átti ekki að koma heim fyrr en á mánudaginn, en hún náði að koma heim fyrr.

„Telma lenti í nefbroti og það var búið að senda á mig hvernig staðan væri með flug. Svo er ég bara komin á klakann. Seinasta lokaprófið var á þriðjudaginn og svo sendi ég bara á kennarana. Það var allt í góðu að ég fengi að fara."

„Þetta reddaðist bara á seinustu stundu. Ég var mjög stressuð þar sem ég fór að sofa beint eftir að ég kom heim og svo vaknaði ég og hugsaði að þetta væri ekki að fara að enda vel. Svo fékk ég mér að borða og var bara góð."

Aníta átti bara góðan leik, eins og allt Blikaliðið.

Hægt er að sjá viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner