Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fös 03. maí 2024 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Kvenaboltinn
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður alveg ótrúlega vel. Þetta var ógeðslega gaman. Ég lenti klukkan sex í morgun," sagði Aníta Dögg Guðmundsdóttir, markvörður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Markvarðarmál Blika voru svolítið til umræðu fyrir leikinn þar sem Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik og gat ekki spilað þennan leik.

Það var óvíst hver yrði í marki Blika þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. Aníta er í háskólaboltanum í Alabama í Bandaríkjunum og átti ekki að koma heim fyrr en á mánudaginn, en hún náði að koma heim fyrr.

„Telma lenti í nefbroti og það var búið að senda á mig hvernig staðan væri með flug. Svo er ég bara komin á klakann. Seinasta lokaprófið var á þriðjudaginn og svo sendi ég bara á kennarana. Það var allt í góðu að ég fengi að fara."

„Þetta reddaðist bara á seinustu stundu. Ég var mjög stressuð þar sem ég fór að sofa beint eftir að ég kom heim og svo vaknaði ég og hugsaði að þetta væri ekki að fara að enda vel. Svo fékk ég mér að borða og var bara góð."

Aníta átti bara góðan leik, eins og allt Blikaliðið.

Hægt er að sjá viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner