Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 03. maí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
AC Milan hætt við Lopetegui sem vonast eftir símtali frá Man Utd
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
La Gazzetta dello Sport segir Julen Lopetegui sleginn yfir því að AC Milan hafi skyndilega slitið viðræðum við sig. Forráðamenn Milan voru búnir að ákveða að ráða Lopetegui en eru hættir við.

Lopetegui var þegar byrjaður að skoða leikmannahóp Milan fyrir sumargluggann en eftir mótmæli stuðningsmanna á samfélagsmiðlum breyttist staðan.

Margir stuðningsmenn notuðu kassamerkið #Nopetegui til að mótmæla mögulegri ráðningu Spánverjans og hófu undirskriftarsöfnun.

Lopetegui ku nú vonast eftir því að Manchester United hafi samband að nýju en enska félagið ræddi við umboðsmenn hans fyrir nokkrum mánuðum.

Stefano Pioli, sem nú stýrir AC Milan en verður að öllum líkindum látinn taka pokann sinn í sumar, er talinn líklegastur sem næsti stjóri Napoli samkvæmt veðbönkum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 37 29 6 2 87 20 +67 93
2 Milan 37 22 8 7 73 46 +27 74
3 Bologna 36 18 13 5 51 27 +24 67
4 Juventus 36 18 13 5 49 28 +21 67
5 Atalanta 36 20 6 10 67 39 +28 66
6 Roma 37 18 9 10 64 44 +20 63
7 Lazio 37 18 6 13 48 38 +10 60
8 Fiorentina 36 15 9 12 55 42 +13 54
9 Torino 37 13 14 10 36 33 +3 53
10 Napoli 37 13 13 11 55 48 +7 52
11 Genoa 37 11 13 13 43 45 -2 46
12 Monza 37 11 12 14 39 49 -10 45
13 Lecce 37 8 13 16 32 54 -22 37
14 Cagliari 37 8 12 17 40 65 -25 36
15 Frosinone 37 8 11 18 44 68 -24 35
16 Verona 36 8 10 18 34 48 -14 34
17 Udinese 37 5 19 13 36 53 -17 34
18 Empoli 37 8 9 20 27 53 -26 33
19 Sassuolo 37 7 8 22 42 74 -32 29
20 Salernitana 36 2 10 24 28 76 -48 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner