Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 03. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum útileikmaðurinn Rakel Hönnu í marki Blika í kvöld?
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir, fyrrum landsliðskona, verður mögulega í marki Breiðabliks gegn FH í kvöld. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Blika, virðist staðfesta þau tíðindi á samfélagsmiðlinum X.

Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði þegar hún lenti í samstuði við liðsfélaga sinn, Jakobínu Hjörvarsdóttur, undir lok leiks gegn Tindastóli síðasta laugardag.

Breiðablik er í raun ekki með varamarkvörð til staðar þessa stundina en sagan segir að félagið hafi reynt að fá fyrrum landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttir til að spila leikinn gegn FH. Sandra er skráð í Val og það gekk ekki upp.

Rakel er fyrrum landsliðskona en hún hefur ekki spilað mikið í marki á sínum fótboltaferli. Hún var mikið á miðjunni og stundum lék hún fremst.

Rakel spilaði í marki Blika í vetur og hélt hreinu í 4-0 sigri gegn Selfossi. Verkefnið í kvöld kemur til með að vera talsvert erfiðara.

Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 18:00.


Athugasemdir
banner