Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur heldur betur farið vel af stað í Bestu deildinni í sumar. Hún skoraði tvennu í fyrsta leik Keflavík, skoraði svo eitt gegn Tindastóli og kom svo að öllum þremur mörkunum í sigri gegn FH í kvöld; tvö mörk og þá átti hún stóran þátt í fyrst markinu.
„Ég er gríðarlega ánægð með mína byrjun á tímabilinu og byrjunina hjá liðinu líka. Við erum búnar að standa okkur vel. Við erum að ná inn ró í spilið okkar og mér finnst ganga mjög vel."
„Ég er gríðarlega ánægð með mína byrjun á tímabilinu og byrjunina hjá liðinu líka. Við erum búnar að standa okkur vel. Við erum að ná inn ró í spilið okkar og mér finnst ganga mjög vel."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 FH
Breiðablik hefur unnið fyrstu þrjá leikina alla 3-0 og er liðið á toppi Bestu deildarinnar.
„Þetta er geggjað. Á meðan við höldum hreinu og setjum nokkur mörk, þá erum við sáttar."
Vigdís Lilja hefur þurft að leysa margar stöður á síðustu árum - eins og til dæmis bakvörð - en er núna að fá tækifæri sem fremsti leikmaður Breiðabliks. Það er óhætt að segja að hún sé að nýta það tækifæri.
„Ég spilaði ekki mikið frammi á seinasta ári en mér finnst ég hafa bætt mig mjög mikið í vetur. Nik (Chamberlain) hefur spilað stóran þátt í því. Ég myndi segja að mér líði best fremst á vellinum, þetta var mín upprunalega staða."
Hægt er að sjá viðtalið allt í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir