Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 03. maí 2024 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur heldur betur farið vel af stað í Bestu deildinni í sumar. Hún skoraði tvennu í fyrsta leik Keflavík, skoraði svo eitt gegn Tindastóli og kom svo að öllum þremur mörkunum í sigri gegn FH í kvöld; tvö mörk og þá átti hún stóran þátt í fyrst markinu.

„Ég er gríðarlega ánægð með mína byrjun á tímabilinu og byrjunina hjá liðinu líka. Við erum búnar að standa okkur vel. Við erum að ná inn ró í spilið okkar og mér finnst ganga mjög vel."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Breiðablik hefur unnið fyrstu þrjá leikina alla 3-0 og er liðið á toppi Bestu deildarinnar.

„Þetta er geggjað. Á meðan við höldum hreinu og setjum nokkur mörk, þá erum við sáttar."

Vigdís Lilja hefur þurft að leysa margar stöður á síðustu árum - eins og til dæmis bakvörð - en er núna að fá tækifæri sem fremsti leikmaður Breiðabliks. Það er óhætt að segja að hún sé að nýta það tækifæri.

„Ég spilaði ekki mikið frammi á seinasta ári en mér finnst ég hafa bætt mig mjög mikið í vetur. Nik (Chamberlain) hefur spilað stóran þátt í því. Ég myndi segja að mér líði best fremst á vellinum, þetta var mín upprunalega staða."

Hægt er að sjá viðtalið allt í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner