Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 03. maí 2024 09:22
Elvar Geir Magnússon
Klopp segir að ágreiningurinn við Salah hafi verið leystur
Klopp segir að mikil virðing ríki milli sín og Salah.
Klopp segir að mikil virðing ríki milli sín og Salah.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp og Mohamed Salah rifust á hliðarlínunni þegar Egyptinn var að gera sig tilbúinn til að koma inn á undir lok jafnteflisleiks Liverpool gegn West Ham síðasta laugardag.

Á kaffistofum um allan heim hefur þetta rifrildi verið til umræðu og tjáði Klopp sig um sambandið við Salah á fréttamannafundi núna í morgunsárið.

„Þetta mál hefur verið leyst og því er lokið. Ef við værum ekki búnir að þekkjast svona lengi veit ég ekki hvernig við höfðum höndlað það, en við þekkjumst svo vel og virðum hvorn annan svo mikið," segir Klopp.

„Það er ekkert vandamál og við getum tekist á við svona hluti sjálfir án nokkurrar truflunar frá öðrum. Það er allt í góðu milli okkar en besta staðan væri auðvitað ef við hefðum unnið leikinn og skorað fullt af mörkum."

Liverpool, sem mætir Tottenham á sunnudag, hefur gefið rækilega eftir í síðustu leikjum og líkurnar á að liðið endi á toppi deildarinnar orðnar litlar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner