Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 04. maí 2024 13:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum
Mynd: Getty Images
Markakóngurinn
Markakóngurinn
Mynd: Getty Images

Ipswich leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa tryggt sér 2. sætið í Championship deildinni í dag. Liðið hafnaði í 2. sæti í þriðju efstu deild á síðustu leitkíð og tryggði sér þannig sæti í Championship deildinni í ár.


Lokaumferðin fór fram í dag og Ipswich var í bílstjórasætinu fyrir umferðina. Leicester hafði þegar tryggt sér titilinn.

Ipswich lagði Huddersfield sem féll um leið en liðið þurfti algjört kraftaverk til að halda sæti sínu. Rotherham var þegar fallið en Birmingham fylgir liðunum niður í þriðju efstu deild þrátt fyrir sigur gegn Norwich.

Liðið þurfti að treysta á að Sheffield Wednesday eða Plymouth myndi tapa stigum en bæði lið unnu. Plymouth lagði Hull sem kom í veg fyrir að Hull ætti möguleika á að komast í umspilið um sæti í úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir tapið gegn Birmingham fer Norwich í umspilið ásamt West Brom en Southampton og Leeds voru þegar búin að tryggja sér sæti í umspilinu.

Blackburn vann meistarana í Leicester 2-0 þar sem Sammie Szmodics skoraði bæði mörkin en hann er markakóngur deildarinnar með 27 mörk. Arnór Sigurðsson var ekki með Blackburn vegna meiðsla.

Birmingham 1 - 0 Norwich
1-0 Paik Seung-Ho ('56 )

Coventry 1 - 2 QPR
0-1 Ilias Chair ('33 )
0-2 Morgan Fox ('40 )
1-2 Jamie Allen ('83 )

Ipswich Town 2 - 0 Huddersfield
1-0 Wes Burns ('27 )
2-0 Omari Hutchinson ('48 )

Leeds 1 - 2 Southampton
0-1 Adam Armstrong ('18 )
1-1 Joel Piroe ('21 )
1-2 William Smallbone ('35 )

Leicester City 0 - 2 Blackburn
0-1 Sammie Szmodics ('68 )
0-2 Sammie Szmodics ('90 )

Middlesbrough 3 - 1 Watford
1-0 Emmanuel Latte Lath ('28 )
1-1 Wesley Hoedt ('73 )
2-1 Alex Bangura ('78 )
3-1 Isaiah Jones ('84 )

Plymouth 1 - 0 Hull City
1-0 Joe Edwards ('40 )

Rotherham 5 - 2 Cardiff City
1-0 Jordan Hugill ('26 )
1-1 Nathaniel Phillips ('38 )
2-1 Tom Eaves ('45 )
2-2 Ollie Tanner ('47 )
3-2 Tom Eaves ('57 , víti)
4-2 Sam Nombe ('63 )
5-2 Jordan Hugill ('69 )

Stoke City 4 - 0 Bristol City
1-0 Luke Cundle ('25 )
2-0 Million Manhoef ('45 )
3-0 Tyrese Campbell ('45 )
4-0 Million Manhoef ('49 )

Sunderland 0 - 2 Sheffield Wed
0-1 Liam Palmer ('29 )
0-2 Josh Windass ('36 )

Swansea 0 - 1 Millwall
0-1 Casper De Norre ('72 )
Rautt spjald: ,Jerry Yates, Swansea ('85)Japhet Tanganga, Millwall ('85)

West Brom 3 - 0 Preston NE
1-0 Alex Mowatt ('45 , víti)
2-0 Kyle Bartley ('61 )
3-0 Darnell Furlong ('69 )


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sunderland 12 9 1 2 23 9 +14 28
2 Burnley 12 6 5 1 17 5 +12 23
3 Leeds 12 6 5 1 19 8 +11 23
4 Sheffield Utd 12 7 3 2 14 6 +8 22
5 West Brom 12 5 5 2 13 7 +6 20
6 Blackburn 12 5 4 3 16 12 +4 19
7 Watford 12 6 1 5 16 19 -3 19
8 Norwich 12 4 6 2 22 16 +6 18
9 Middlesbrough 12 5 3 4 14 12 +2 18
10 Millwall 12 4 4 4 15 12 +3 16
11 Bristol City 12 3 7 2 14 16 -2 16
12 Derby County 12 4 3 5 15 15 0 15
13 Sheff Wed 12 4 3 5 13 18 -5 15
14 Oxford United 12 3 5 4 15 15 0 14
15 Hull City 12 3 5 4 14 16 -2 14
16 Preston NE 12 3 5 4 13 17 -4 14
17 Swansea 12 3 4 5 8 8 0 13
18 Coventry 12 3 3 6 14 17 -3 12
19 Stoke City 12 3 3 6 13 17 -4 12
20 Cardiff City 12 3 3 6 11 18 -7 12
21 Plymouth 12 3 3 6 13 22 -9 12
22 Luton 12 3 2 7 14 20 -6 11
23 QPR 12 1 6 5 11 19 -8 9
24 Portsmouth 12 1 5 6 12 25 -13 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner