29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 03. maí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Ég er bara rosalega ánægður með leikinn almennt. Fyrri hálfleikur fannst mér við bara spila þennan Njarðvíkur fótbolta sem við erum að leita að. Mikið með boltann og búum til mikið af færum, búa til pláss útum allt fannst mér." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur fannst mér Leiknir henda leiknum upp í einhverja svona smá vitleysu. Þá meina ég bara að þeir voru að dúndra boltanum fram og fyrir og voru svolítið að ná að þrýsta okkur niður sem mér fannst neikvætt. Við komumst í gegnum þetta og ég er mjög ánægður."

Plan Njarðvíkur var fyrst og fremst að sækja öll þrjú stigin.

„Við vorum bara að koma hingað til að reyna vinna. Halda í boltann og fyrri hálfleikurinn var svolítið eins og það sem við ætluðum að gera. VIð ætluðum bara að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó. Okkur finnst gaman að spila fótbolta."

„Við erum að smíða lið. Fullt af mönnum og fullt af löndum. Ég er að birtast þarna, Dominik birtist í æfingarferðinni og við erum að smíða hægt og rólega. Við verðum betri með tímabilinu." 

Njarðvíkingum er spáð 10.sæti deildarinnar í spánni fyrir mót.

„Ég held að það sé bara útaf því sem ég var að segja. Ég held að það sé ekki einn maður sem hefur talað um þetta eða er að skrifa um þetta viti hvað allir í liðinu okkar heiti. Þannig auðvitað er bara sett okkur neðarlega þá og við lifum bara með því." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner