Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
   fös 03. maí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Ég er bara rosalega ánægður með leikinn almennt. Fyrri hálfleikur fannst mér við bara spila þennan Njarðvíkur fótbolta sem við erum að leita að. Mikið með boltann og búum til mikið af færum, búa til pláss útum allt fannst mér." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur fannst mér Leiknir henda leiknum upp í einhverja svona smá vitleysu. Þá meina ég bara að þeir voru að dúndra boltanum fram og fyrir og voru svolítið að ná að þrýsta okkur niður sem mér fannst neikvætt. Við komumst í gegnum þetta og ég er mjög ánægður."

Plan Njarðvíkur var fyrst og fremst að sækja öll þrjú stigin.

„Við vorum bara að koma hingað til að reyna vinna. Halda í boltann og fyrri hálfleikurinn var svolítið eins og það sem við ætluðum að gera. VIð ætluðum bara að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó. Okkur finnst gaman að spila fótbolta."

„Við erum að smíða lið. Fullt af mönnum og fullt af löndum. Ég er að birtast þarna, Dominik birtist í æfingarferðinni og við erum að smíða hægt og rólega. Við verðum betri með tímabilinu." 

Njarðvíkingum er spáð 10.sæti deildarinnar í spánni fyrir mót.

„Ég held að það sé bara útaf því sem ég var að segja. Ég held að það sé ekki einn maður sem hefur talað um þetta eða er að skrifa um þetta viti hvað allir í liðinu okkar heiti. Þannig auðvitað er bara sett okkur neðarlega þá og við lifum bara með því." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner