Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
banner
   fös 03. maí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Ég er bara rosalega ánægður með leikinn almennt. Fyrri hálfleikur fannst mér við bara spila þennan Njarðvíkur fótbolta sem við erum að leita að. Mikið með boltann og búum til mikið af færum, búa til pláss útum allt fannst mér." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur fannst mér Leiknir henda leiknum upp í einhverja svona smá vitleysu. Þá meina ég bara að þeir voru að dúndra boltanum fram og fyrir og voru svolítið að ná að þrýsta okkur niður sem mér fannst neikvætt. Við komumst í gegnum þetta og ég er mjög ánægður."

Plan Njarðvíkur var fyrst og fremst að sækja öll þrjú stigin.

„Við vorum bara að koma hingað til að reyna vinna. Halda í boltann og fyrri hálfleikurinn var svolítið eins og það sem við ætluðum að gera. VIð ætluðum bara að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó. Okkur finnst gaman að spila fótbolta."

„Við erum að smíða lið. Fullt af mönnum og fullt af löndum. Ég er að birtast þarna, Dominik birtist í æfingarferðinni og við erum að smíða hægt og rólega. Við verðum betri með tímabilinu." 

Njarðvíkingum er spáð 10.sæti deildarinnar í spánni fyrir mót.

„Ég held að það sé bara útaf því sem ég var að segja. Ég held að það sé ekki einn maður sem hefur talað um þetta eða er að skrifa um þetta viti hvað allir í liðinu okkar heiti. Þannig auðvitað er bara sett okkur neðarlega þá og við lifum bara með því." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner