Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 10:54
Elvar Geir Magnússon
Besta FH lið sögunnar opinberað fyrir fyrsta heimaleik á morgun
Kaplakrikavöllur.
Kaplakrikavöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH leikur sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni á morgun laugardag þegar lið Vestra kemur í heimsókn klukkan 14:00 í Kaplakrika.

Fyrir leikinn verður birt niðurstaða í kosningu á besta FH liði sögunnar á hátíðlegan hátt.

„Um 1000 manns greiddu atkvæði í þessari kosningu og erum við hæstánægðir með hversu margir kusu sína bestu ellefu," segir Garðar Ingi Leifsson, markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH:

Tilnefndir voru leikmenn í hverja stöðu fyrir sig sem höfðu leikið amk þrjú tímabil með Fimleikafélaginu allt frá árinu 1964. Elsti leikmaðurinn sem var tilnefndur var Bergþór Jónsson fæddur 1935 en yngstir voru Baldur Logi Guðlaugsson og Ólafur Guðmundsson núverandi leikmaður FH, fæddur 2002.

„Við viljum bjóða ykkur að koma í Kaplakrika á morgun og taka þátt í þessu með okkur. Leikmennirnir verða líklega kynntir til leiks um 13:00."

Orri Freyr Rúnarsson FH-ingur verður í beinni frá Kaplakrika í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun og mun greina frá niðurstöðunni.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner