Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Gonzalo Zamorano Leon (Selfoss)
Gonzalo Zamorano.
Gonzalo Zamorano.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Vignir Pétursson.
Jón Vignir Pétursson.
Mynd: Heimasíða Selfoss
Sölvi Geir og Kári.
Sölvi Geir og Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, sá besti í sögunni.
Lionel Messi, sá besti í sögunni.
Mynd: Getty Images
Gonzi.
Gonzi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara fyrir deildina. Í öðru sæti í spánni eru Selfyssingar.

Gonzalo Zamorano Leon er spænskur sóknarmaður sem hefur leikið á Íslandi frá 2017 og með Selfossi frá 2022. Hann byrjaði feril sinn hér á landi með Hugin, lék svo með Víkingi Ólafsvík, ÍA og ÍBV áður en hann fór á Selfoss. Hann hefur alls skorað 80 mörk í 175 KSÍ-leikjum.

Gonzalo sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Gonzalo Zamorano Leon

Gælunafn: Gonzi

Aldur: 28

Hjúskaparstaða: Næstum því giftur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Með Alcoron U23 gegn Real Madrid B í Valdebebas. Við snertum ekki boltann í 90 mínútur en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Uppáhalds drykkur: Kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Carbon Negro í Madríd og Flatey Pizza á Íslandi.

Hvernig bíl áttu: Kia Niro

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Stúkan

Uppáhalds tónlistarmaður: Morad

Uppáhalds hlaðvarp: Worldcast

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tik Tok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net þegar ég er á Íslandi

Fyndnasti Íslendingurinn: Ég hef átt mjög góða liðsfélaga. Vignir Snær, Jón Vignir, Albert Hafsteinsson eru algjörir trúðar.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Real Madrid, en þeir myndu hvort sem er aldrei hringja í mig.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sölvi, Kári og Pablo Punyed úr Víkingi Reykjavík.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef verið með frábæra þjálfara á Íslandi. Jói Kalli er frábær þjálfari en mér fannst hann ekki nota mig rétt. Ég myndi segja Dean Martin og sérstaklega 2022, en það var frábært tímabil fyrir mig.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sölvi Ottesen og Kári Árna.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Kun Aguero í Atletico Madrid.

Sætasti sigurinn: Með Víkingi Ólafsvík gegn Víkingi Reykjavík í átta-liða úrslitum bikarsins 2018.

Mestu vonbrigðin: Að tapa gegn Breiðabliki í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum.

Uppáhalds lið í enska: Manchester City, þeir eru ógeðslega góðir.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Pablo Punyed.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sara Rún á Selfossi. Ég hef þjálfað hana og ég sé fyrir mér að hún geti orðið mjög góð.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallur Flosason.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kærastan mín en hún kann samt ekki að sparka í bolta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo Messi. Ef þú ert ekki sammála, þá veistu ekkert um fótbolta.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Adrian Sanchez

Uppáhalds staður á Íslandi: Snæfellsnes.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Árið 2020 þegar við spiluðum gegn ÍR þá var rigning, sól, vindur og snjór á 90 mínútunum. Alvöru íslenskt veður.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég reyni að borða alltaf það sama fyrir hvern leik.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég er með mikla ástríðu fyrir fótbolta og reyni að horfa á alla leiki. Ég hef líka mikinn áhuga á Formúlu 1.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor, alltaf.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Ég var bara frekar góður námsmaður.

Vandræðalegasta augnablik: Að klúðra einn á einn gegn Fjölni á síðustu sekúndu. Ég hefði átt að skora úr því en skítur skeður.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Leo Messi, Ronaldo til að þrífa skóna hans Messi og svo Aguero þar sem hann er fyndinn náungi.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Elías Karl Heiðarsson og Adrian Sanchez í Love Island.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er einn af fáum sem Guðjón Þórðarson og sonur hans Jói Kalli hafa báðir þjálfað. Lærði mikið með þeim báðum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Lukas Vokes og Alexander Clive. Þeir eru báðir gríðarlega hæfileikaríkir.

Hverju laugstu síðast: Ég veit ekki.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Alltaf að hita upp, en það er mjög mikilvægt.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Diego Simeone af hverju hann leggst alltaf svona djúpt á völlinn þegar Atletico er að vinna. Ég er mikill stuðningsmaður Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner