Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 03. maí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Frábært að koma hérna í Breiðholtið sem er mjög erfiður útileikur og vinna, fá þrjú stigin og hvað þá í fyrsta leik. Það gefur oftast extra byr undir báða vængi fyrir framhaldið og gott að ná í þessi þrjú stig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga sáttur í leikslok.

„Við byrjuðum alveg frábærlega og mér fannst þessi leikur vera svolítið bara við áttum fyrri hálfleikinn og þeir svolítið seinni hálfleikinn. Við byrjuðum virkilega vel og við erum búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik og gerðum allt sem að við þurftum að gera og ég hefði viljað skora fleirri mörk en það er eins og það er." 

„Við náðum þessum tveimur mörkum og svo vissum við það í hálfleik að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir í seinni hálfleik fyrsta korterið - tuttugu eins og þetta er oft. Við náðum bara ekki að halda nægilega vel í boltann eins og við erum góðir að gera og þeir ná að pressa okkur." 

„Annaðhvort vorum við bara orðnir of litlir í okkur eða hvernig sem það var en það sem ég er gríðarlega ánægður með er að við stóðum þennan storm af okkur. Við getum ekki bara sótt við getum líka varist og við gerðum það vel fannst mér. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum hér í dag."

Njarðvíkurliðið fær nýliða Dalvíkur í heimsókn í næstu umferð og vill Gunnar Heiðar sjá sem flesta á vellinum.

„Ekki spurning. Það er stemning með körfunni og þeir eru búnir að standa sig hrikalega vel og við viljum svolítið fá stemninguna þaðan líka inn í okkur og Njarðvíkur stuðningsmenn fái stemningu allt árið í kring, hvort sem það sé í körfubolta eða fótbolta." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spllaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner