Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   lau 04. maí 2024 16:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Úlfur Ágúst tryggði FH sigur í mögnuðum leik
Úlfur Ágúst Björnsson
Úlfur Ágúst Björnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH 3 - 2 Vestri
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('13 )
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('25 )
1-2 Andri Rúnar Bjarnason ('45 )
2-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('47 )
3-2 Úlfur Ágúst Björnsson ('67 , víti)
Lestu um leikinn


Úlfur Ágúst Björnsson tryggði FH endurkomu sigur gegn Vestra í Kaplakrika í dag.

Vestri var með forystuna í hálfleik en Andri Rúnar Bjarnason skoraði bæði mörk liðsins.

Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Ástbjörn sendi á Sigurð sem var í dauðafæri og skoraði að miklu öryggi sitt annað mark í leiknum en Ástbjörn lagði upp fyrra markið einnig.

Úlfur Ágúst tryggði síðan FH sigurinn með marki úr vítaspyrnu en þetta var aðeins annar leikur hans fyrir liðið í sumar þar sem hann er nýkominn heim úr skóla í Bandaríkjunum.

Pétur Bjarnason kom boltanum í netið stuttu síðar en markið dæmt af vegna rangstöðu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner