
Leiknismenn tóku á móti Njarðvíkingum í 1.umferð Lengjudeildar karla í Breiðholtinu í kvöld. Leiknir fékk færin en þessi leikur var svo sannarlega stöngin út fyrir heimamenn í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 2 Njarðvík
„Það var mjög frústerandi fyrir okkur þjálfarana í fyrri hálfleik að horfa á liðið sem mætti bara ekki til leiks. Við vorum alltof lágt gíraðir og langt frá þeim, vantaði alla ákefð og það var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur." Sagði svekktur Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis eftir leikinn í kvöld.
„Við ræddum saman í hálfleik og það kom allt annað lið í seinni hálfleikinn og við sköpuðum fullt af færum í leiknum, dauðafærum sem að við bara nýttum ekki. Þeir skora tvö og við eitt og við töpum í dag, því miður."
Eins og Vigfús Arnar nefndi var allt annað að sjá lið Leiknis í seinni hálfleiknum en hvað var það sem hann sagði við sína menn?
„Ég horfði bara beint í augun á þeim og sagði þeim hvað mér fannst. Það var bara að okkur vantaði ákefð og við vorum bara ekki klárir í að fara keppa. Ég sagði þeim að það væri ekki í boði lengur og að við skyldum mæta út í þennan seinni hálfleik og fara keppa aðmennilega. Þeir gerðu það og svöruðu kallinu mjög vel strákarnir og við reyndum og reyndum en því miður þá náum við ekki að jafna leikinn."
Leiknismenn fengu fullt af færum í leiknum en boltinn vildi bara ekki inn. Vigfús Arnar hafði þó alltaf von.
„Já ég hafði alltaf von. Ég hafði alltaf trú á þvi að við gætum jafnað leikinn en því miður þá bara tókst það ekki á þessum síðustu mínútum. Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur í dag en ég veit bara að í næsta leik þá verður þetta stöngin inn hjá okkur og við nýtum færin betur."
Nánar er rætt við Vigfús Arnar Jósefsson þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |