Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
   fös 03. maí 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Lengjudeildin
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknismenn tóku á móti Njarðvíkingum í 1.umferð Lengjudeildar karla í Breiðholtinu í kvöld. Leiknir fékk færin en þessi leikur var svo sannarlega stöngin út fyrir heimamenn í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Það var mjög frústerandi fyrir okkur þjálfarana í fyrri hálfleik að horfa á liðið sem mætti bara ekki til leiks. Við vorum alltof lágt gíraðir og langt frá þeim, vantaði alla ákefð og það var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur." Sagði svekktur Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis eftir leikinn í kvöld.

„Við ræddum saman í hálfleik og það kom allt annað lið í seinni hálfleikinn og við sköpuðum fullt af færum í leiknum, dauðafærum sem að við bara nýttum ekki. Þeir skora tvö og við eitt og við töpum í dag, því miður." 

Eins og Vigfús Arnar nefndi var allt annað að sjá lið Leiknis í seinni hálfleiknum en hvað var það sem hann sagði við sína menn?

„Ég horfði bara beint í augun á þeim og sagði þeim hvað mér fannst. Það var bara að okkur vantaði ákefð og við vorum bara ekki klárir í að fara keppa. Ég sagði þeim að það væri ekki í boði lengur og að við skyldum mæta út í þennan seinni hálfleik og fara keppa aðmennilega.  Þeir gerðu það og svöruðu kallinu mjög vel strákarnir og við reyndum og reyndum en því miður þá náum við ekki að jafna leikinn." 

Leiknismenn fengu fullt af færum í leiknum en boltinn vildi bara ekki inn. Vigfús Arnar hafði þó alltaf von.

„Já ég hafði alltaf von. Ég hafði alltaf trú á þvi að við gætum jafnað leikinn en því miður þá bara tókst það ekki á þessum síðustu mínútum. Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur í dag en ég veit bara að í næsta leik þá verður þetta stöngin inn hjá okkur og við nýtum færin betur."

Nánar er rætt við Vigfús Arnar Jósefsson þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner