'Mætti Murielle Tiernan þegar hún var í Tindastól og ég í FH. Hún var í rugluðu standi og ég lítill 16 ára pjakkur að verjast henni'
Lengjudeild kvenna hefst næsta sunnudag og erum við á Fótbolta.net að klára að birta spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið. Fram er í þriðja sæti í spánni.
Katrín Ásta Eyþórsdóttir gerði í vetur tveggja ára samning við Fram eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá FH í fyrra. Hún spilaði 15 leiki með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar og stóð sig virkilega vel. Katrín, sem er fædd árið 2005, er kraftmikill leikmaður sem getur spilað bæði í hægri og vinstri bakvarðastöðunni. Hún hefur alls spilað 60 KSÍ-leiki en auk þess að spila með Fram og FH, þá hefur hún einnig leikið með ÍH og Haukum.
Í dag sýnir Katrín Ásta á sér hina hliðina.
Katrín Ásta Eyþórsdóttir gerði í vetur tveggja ára samning við Fram eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá FH í fyrra. Hún spilaði 15 leiki með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar og stóð sig virkilega vel. Katrín, sem er fædd árið 2005, er kraftmikill leikmaður sem getur spilað bæði í hægri og vinstri bakvarðastöðunni. Hún hefur alls spilað 60 KSÍ-leiki en auk þess að spila með Fram og FH, þá hefur hún einnig leikið með ÍH og Haukum.
Í dag sýnir Katrín Ásta á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Katrín Ásta Eyþórsdóttir
Gælunafn: Sumir eiga það til að kalla mig Kásta eða Kata
Aldur: Er 19 ára
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Ég lék minn fyrsta meistaraflokksleik 2021 með FH á móti Haukum, fyrsti leikur FH í deildinni. Kom inná og straujaði niður stóru systur mína Þóreyju, sem var í Haukum þá. Hún kom heim meidd í hnénu eftir það (fékk ekki góðar mótökur heima hjá henni)
Uppáhalds drykkur: Nýji noccoinn Berruba sem er víst búinn á lager núna
Uppáhalds matsölustaður: Það er Xo og Hamborgarabúllan
Hvernig bíl áttu: Ég á Hyundai i20 og svo Toyota yaris. Ég og tvíburasystir mín keyptum þessa bíla saman og skiptumst á að nota báða, viku og viku:/ Vel þreytt
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei hvað er það?
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip Girl og Criminal Minds
Uppáhalds tónlistarmaður: Er mikið fyrir The Weeknd og Aron Can
Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta mjög sjaldan á hlaðvarp en hef stundum hlustað á morðkastið og heimavöllinn
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið:Inna og fótbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Kærasti systur minnar getur verið pirrandi fyndinn
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mamma – “Mundu að læsa og setja kerfið á þegar þú kemur heim”
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:Víking
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mætti Murielle Tiernan þegar hún var í Tindastól og ég í FH. Hún var í rugluðu standi og ég lítill 16 ára pjakkur að verjast henni. Mjög gaman að spila með henni í Fram í dag
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég þarf að segja Magnús Haukur Harðarson sem þjálfaði mig í 3. flokki FH. Ef það væri ekki fyrir hann hefði ég ekki komist svona ung inn í meistaraflokk. Algjör meistari sem kann ekki að vera með lokaðann munn á hliðarlínunni
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Nadía Atla, gaf mér glóðurauga einu sinni.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Leit mikið upp til frænku minna Heiðdísar Lillýardóttur, hún spilaði með Breiðablik og fór út í atvinnumenskuna en fyrst og fremst er hún frábær manneskja.
Sætasti sigurinn: Þegar ég var í 3. flokki FH og urðum íslandsmeistarar. Spiluðum úrslitaleikinn á móti Gróttu. Full stúka, sturluð læti, fórum í framlengingu og unnum í vító.
Mestu vonbrigðin: Þegar ég var í FH 2021 og vorum að spila úrslitaleik á móti Aftureldingu um að komast í bestu deildina en töpuðum leiknum. Svo komust þær upp næsta ár sem var geggjað.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool!
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birtu Georgs í Breiðablik
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Emelía Óskars er ansi öflug
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl í Breiðablik
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Karolína Lea
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ætli ég verði ekki að segja Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ólína Sif Hilmarsdóttir
Uppáhalds staður á Íslandi: Stöðvarfjörður, þar sem amma og afi búa
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Þegar tvíburasystir mín fékk tvö gul og rautt spjald á Gothia Cup í 16 liða úrslitum. Við plötuðum dómarann að hann hafi ruglast á systrum og ég tók á mig gula spjaldið svo hún gæti örugglega spilað næsta leik.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki beint en þegar ég tek hreyfiteyjur þarf ég alltaf að gera 8 sinnum á fót annars ég hrædd um að mér mun ganga ílla eða meiðast.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei mér finnst ekkert spennandi nema kanski þegar landsliðið keppir í handbolta þá verð ég smá æst fyrir framan sjónvarpið þótt ég skilji ekki neitt.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Svörtum Nike Mercurial sem eru á seinasta snúning.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hef og mun aldrei vera góð í stærðfræði.
Vandræðalegasta augnablik: Hef elt stóru systur mína í öll lið sem ég hef verið í. FH, Haukar og Fram
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka Þóreyju Björk systur mína því annars myndi ég fá fráhvarfseinkenni og hún myndi passa upp á mig eins og hún gerði þegar við fórum eithvert af hótelinu í æfingarferðinni, ef ég var ekki hliðina henni og hún sá mig ekki fór hún í panik. Eriku fyrirliða því hún er klárust og myndi koma okkur heim, svo Ólínu Sif svo við myndum ekki deyja úr leiðindum.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi velja Telmu Steindórs með mér í Survivor því hún er rugl sterk og með fáránlega mikið keppnisskap og við myndum alltaf vinna.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er eineggja tvíburi en allir halda að stóra systir mín sé tvíburinn minn
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Thelma Lind því man eftir að mér fannst hún óþolandi leikmaður í yngri flokkunum og með stóran kjaft en hún er núna besta vinkona mín sem mér hefði ekki dottið í hug.
Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að ég hafi komið heim klukkan hálf 1 en kom heim miklu seinna
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Varnarfærslur með Pálma Þjálfara
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Van Dijk hvernig hann er alltaf svona rólegur og yfirvegaður á boltanum
Athugasemdir