Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 04. maí 2024 16:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Stórkostleg byrjun hjá Dalvík/Reyni
Lengjudeildin
Abdeen Abdul
Abdeen Abdul
Mynd: Dalvík/Reynir

Dalvík/Reynir 3 - 1 ÍBV
1-0 Abdeen Temitope Abdul ('4 )
2-0 Abdeen Temitope Abdul ('15 )
2-1 Sverrir Páll Hjaltested ('22 , víti)
3-1 Borja Lopez Laguna ('70 )
Lestu um leikinn


Nýliðarnir í Dalvík/Reyni sem var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mótið byrjar af krafti. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði ÍBV á Dalvík í dag.

Abdeen Temitope Abdul lagði grunninn að sigrinum með tveimur mörkum snemma leiks.

Abdul er 29 ára gamall írskur sóknarmaður og hefur spilað víðsvegar um heiminn. Hann lék síðast með Penang í Malasíu. Þar á undan spilaði hann með KF Skënderbeu í Albaníu þar sem hann skoraði 14 mörk í 36 leikjum.

Sverrir Páll Hjaltested minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleikinn

Það var síðan Borja Lopez sem gulltryggði Dalvík/Reyni stigin þrjú. Frábær byrjun hjá nýliðunum en ÍBV sem féll úr Bestu deildinni síðasta sumar fer heim með sárt ennið.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner