Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Væri alger klikkun að reka Pochettino“
Mynd: EPA
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, ráðleggur Chelsea að sýna Mauricio Pochettino traust í sumar með því að halda honum áfram hjá félaginu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Pochettino hjá Chelsea.

Félagið er sagt íhuga það að reka hann eftir tímabilið og hefur Roberto De Zerbi verið sterklega orðaður við félagið.

Pochettino var spurður út í endalausa orðróma um framtíð hans eftir 2-0 sigurinn á Tottenham í gær en þar sagðist hann hafa fengið sig fullsaddan á sögusögnum um framhaldið.

Neville telur að það væri rangt af Chelsea að láta hann fara núna og telur að hann verðskuldi meiri tíma til að koma liðinu aftur á beinu brautina.

„Það var umræða um að Pochettino væri undir mikilli pressu fyrir mánuði eða svo, en ég held að það væri alger klikkun að breyta um þjálfara, sem er þekktur fyrir að vinna með þessum týpum af leikmönnum.“

„Það er mikilvægara að halda stöðugleika í gegnum annan félagaskiptaglugga en sú hugmynd að fá einhvern annan inn til að gera hlutina betur. Það væri ekki rétt í þessari stöðu.“

„Hann hefur sannað sig sem þjálfari og er einn bestu þjálfurum deildarinnar á síðustu fimm, sex eða sjö árum. Það hafa verið hæðir og lægðir á þessu tímabili, en hann er svakalega góður,“
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner