Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 04. maí 2024 16:44
Elvar Geir Magnússon
Deild óvæntra úrslita - Ekkert af liðunum sem spáð var í topp fimm vann í fyrstu umferð
Lengjudeildin
Lengjudeildin. Þar sem er óvænt ef úrslitin eru ekki óvænt!
Lengjudeildin. Þar sem er óvænt ef úrslitin eru ekki óvænt!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferð Lengjudeildarinnar er lokið en engin úrslit voru eftir bókinni. Liðin sem er spáð í þremur neðstu sætin unnu öll leiki sína.

Njarðvík sem er spáð 10. sæti vann Leikni (7), ÍR sem er spáð 11. sæti vann Keflavík (3) og Dalvík/Reynir sem er spáð 12. og neðsta sæti vann svo ÍBV (4) í dag.

Ekkert af þeim liðum sem spáð er í fimm efstu sætin náðu að vinna en í útvarpsþættinum Fótbolti.net var fjallað um þessa ótrúlegu fyrstu umferð.

Baldvin Már Borgarsson og Benedikt Bóas Hinriksson sem spáðu báðir fyrir um úrslit í leikjum umferðarinnar fyrir Fótbolta.net náðu ekki að vera með nein úrslit rétt.

Það er útlit fyrir rosalegt tímabil í Lengjudeildinni en líkt og í fyrra er bara efsta liðið sem kemst beint upp. Liðin í sætunum fjórum þar á eftir fara í umspil sem endar með úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Spáin:
1. Afturelding, 223 stig
2. Þór, 210 stig
3. Keflavík, 205 stig
4. ÍBV, 176 stig
5. Grindavík, 154 stig
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig

   04.05.2024 16:09
Lengjudeildin: Stórkostleg byrjun hjá Dalvík/Reyni

   03.05.2024 21:18
Lengjudeildin: Dramatík í Laugardalnum - Afturelding og Grótta skildu jöfn

   01.05.2024 21:37
Lengjudeildin: Fimm marka veisla í opnunarleiknum

Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner