Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 02. maí 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir um aðstoðarmann sinn: Hann er ungur og menn læra
Haraldur Árni Hróðmarsson.
Haraldur Árni Hróðmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tvö rauð spjöld á loft þegar Valur vann 2-1 sigur á KR í Bestu deild karla á laugardagskvöld.

Það var mikill hiti í leiknum enda tvö Reykjavíkurstórveldi að mætast.

Annað rauða spjaldið fékk meðlimur í þjálfarateymi Vals, Haraldur Árni Hróðmarsson. Eftir leik var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, spurður að því hvað Haraldur hefði gert til að fá rauða spjaldið frá dómara leiksins.

„Ég heyrði ekki hvað hann sagði, en hann er ungur og menn læra," sagði Heimir.

„Hann lifir sig inn í þetta og það er fínt fyrir eldri menn að hafa svona unga og lífsglaða menn við hliðina á sér."

Valur hefur farið vel af stað í Bestu deildinni og er liðið með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Hægt er að horfa á viðtalið við Heimi í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Heimir Guðjóns: Ég horfði á þetta og það var aldrei aukaspyrna
Athugasemdir
banner
banner
banner