Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 07. maí 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Adam Árni frá keppni fram í ágúst
Lengjudeildin
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Árni Róbertsson, sóknarmaður Grindavíkur, verður frá keppni fram í ágúst eftir slæmt kjálkabrot í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar fyrir tæpri viku síðan.

Adam Árni fékk olnbogaskot innan vítateigs á 16. mínútu og kjálkabrotnaði illa í kjölfarið. Það er komið í ljós að hann mun ekki koma aftur við sögu fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Adam missir því að minnsta kosti af öllum maí, júní og júlí í íslenska boltanum.

„Ég er svo­lítið verkjaður og dá­lítið skrít­inn. Mér líður eins og ég sé hálf skakk­ur ein­hvern veg­inn,“ sagði Adam Árni And­er­sen í viðtali við mbl.is, eft­ir að hann gekkst und­ir skurðaðgerð á kjálka. Hann er ósáttur með að hafa ekki fengið dæmda vítaspyrnu og að andstæðingi hans hafi ekki verið refsað fyrir að baða út olnbogunum með svo hættulegum hætti.

„Þetta verða ein­hverj­ir þrír mánuðir sem það má ekki koma neitt högg á kjálk­ann. Við verðum bara að vona að strák­arn­ir standi sig og kom­ist alla leið í úr­slita­keppn­ina til þess að maður fái ein­hverja leiki í sum­ar.

Það sem ég hef heyrt er að þetta séu þrír mánuðir án þess að fá högg. Maður er kannski ekki að taka séns­inn á því að spila ein­hverja leiki og von­ast til þess að maður fái ekki högg. Sér­stak­lega miðað við hvernig lín­an er hjá dómur­un­um.“


Adam getur byrjað að æfa aftur eftir nokkrar vikur en má ekki fá högg á kjálkann. Hann getur því verið í flottu standi líkamlega þegar kjálkinn verður kominn aftur í lag í ágúst. Hann vonast til að mæta öflugur til leiks í ágúst og fá tækifæri til að hjálpa Grindavík að vinna sér sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

   02.05.2024 10:56
Adam Árni kjálkabrotnaði illa - „Ekki mikil áhersla lögð á að vernda leikmenn"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner